Gylfi: Vonandi síðasta rauða spjaldið á ferlinum | Myndband Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. febrúar 2015 10:29 Gylfi Þór Sigurðsson skoraði í sínum síðatsa leik fyrir fjórum vikum. Vísir/Getty Gylfi Þór Sigurðsson er orðinn löglegur með Swansea City á nýjan leik eftir þriggja leikja bannið sem hann fékk fyrir rautt spjald í lokin á bikarleik á móti Blackburn Rovers. Leikurinn á móti Manchester United á laugardaginn verður sá fyrsti hjá Gylfa í 28 daga og hann var í viðtali hjá theswanseaway.co.uk. „Þetta var fyrsta rauða spjaldið og vonandi það síðasta á ferlinum. Það er ekki til verri tilfinning fyrir fótboltamann en að vera heill og þurfa að sitja upp í stúku eða horfa á leikinn í sjónvarpinu af því að þú ert í leikbanni," sagði Gylfi Þór. Gylfi Þór Sigurðsson fékk rauða spjaldið fyrir brot á Blackburn-leikmanninum Chris Taylor í uppbótartíma leiksins. Það má sjá brotið hans hér fyrir neðan. „Þú getur ekkert gert til þess að hjálpa liðinu og það er mjög pirrandi. Vonandi næ ég að nýta þennan pirring á réttan og jákvæðan hátt á laugardaginn," sagði Gylfi en Swansea City fær þá Manchester United í heimsókn. „Það hefur verið mjög erfitt fyrir mig persónulega að fylgjast með liðinu úr stúkunni og þá sérstaklega á móti Sunderland þegar við komust yfir en náðum ekki öllum þremur stigunum. Þetta hefur líka verið pirrandi fyrir strákana sem hafa ekki náð í þau úrslit sem við vildum fá. Það fara hinsvegar allir í gegnum kafla á tímabilinu þar sem hlutirnir ganga ekki alveg upp," sagði Gylfi. „Við þurfum að snúa þessu gengi við og sigur á móti United myndi gera mikið. Við unnum þá í fyrstu umferðinni og það var frábær byrjun fyrir okkur. Þá komust við á gott skrið og getum vonandi endurtekið það núna," sagði Gylfi. „Þó að þetta hafi verið frábær úrslit fyrir okkur á Old Trafford en United er með allt annað lið núna. Þeir eru yfirvegaðri og eru að ná í úrslit á seiglunni eins og í bikarnum á móti Preston," sagði Gylfi. „Við þurfum að spila betur í þessum leik ef við ætlum að ná góðum úrslitum á móti þeim. Við misstum aðeins dampinn eftir jólin en ég er viss um að við komum sterkir til baka," sagði Gylfi. Enski boltinn Tengdar fréttir Gylfalausir Swansea-menn töpuðu í kvöld - öll úrslitin í enska Gylfi Þór Sigurðsson tók í kvöld út þriðja leikinn í þriggja leikja banni sínu og Swansea þurfti að sætta sig við tap án íslenska landsliðsmannsins. 11. febrúar 2015 22:17 Shelvey var sagt að líkjast Gylfa meira og nú gæti hann hirt af honum stöðuna Enski miðjumaðurinn sló í gegn í síðasta leik og fær tvo til viðbótar í stöðunni hans Gylfa Sig. 5. febrúar 2015 17:05 Aðeins þrír hlaupið meira en Gylfi Þór á tímabilinu Dugnaður íslenska landsliðsmannsins í fyrstu umferðinni gegn Manchester United enn á topp 10 listanum. 13. febrúar 2015 09:00 Rauða spjaldi Gylfa ekki áfrýjað | Sjáðu brotið Swansea verður án Gylfa Þórs Sigurðssonar í næstu þremur leikjum liðsins í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta. 26. janúar 2015 14:30 Monk: Við höfum saknað Gylfa Gylfi Þór Sigurðsson hefur loksins lokið þriggja leikja banni og má spila um helgina þegar lið hans Swansea City tekur á móti Manchester United. 18. febrúar 2015 12:30 Gylfi átti eitt af mörkum helgarinnar | Sjáðu markið Gylfi Þór Sigurðsson skoraði frábært mark fyrir Swansea City í ensku bikarkeppninni um helgina. 26. janúar 2015 14:00 Mest lesið Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Íslenski boltinn Aldrei meiri aldursmunur Enski boltinn Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Körfubolti Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Formúla 1 Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Íslenski boltinn „Þolinmæðisverk á móti liði eins og Norður-Írlandi“ Fótbolti Dagskráin í dag: Tommi og Nablinn á Extraleikunum Sport Sjáðu ískaldan Kolbein skora dýrmætt mark Fótbolti Tryggvi lykilmaður í sigri Bilbao Körfubolti Albert og Kean náðu að tryggja Fiorentina stig Fótbolti Fleiri fréttir Aldrei meiri aldursmunur Matty Cash afgreiddi City Eitt mark dugði og Skytturnar enn á toppnum Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Sunderland kom til baka gegn Chelsea og dramatík í Newcastle Sjáðu mörkin í verstu byrjun Hamranna í hálfa öld Leeds afgreiddi West Ham Sheffield Wednesday stefnir í gjaldþrot Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki „Þetta hafa verið erfiðir tímar fyrir okkur alla“ Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Fantasýn: Tvær gátur og svarið að losa sig við Pedro Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Framlengdu í leyni eftir bannið Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Ekki með allt þetta fína en ótrúlega tölfræði Klopp útskýrði af hverju hann hafnaði Man. Utd Dyche snýr aftur í enska boltann Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona West Ham enn stigalaust á heimavelli á leiktíðinni Klopp útilokar ekki endurkomu til Liverpool: Það er mögulegt Sonur Stuart Pearce lést í slysi Sjá meira
Gylfi Þór Sigurðsson er orðinn löglegur með Swansea City á nýjan leik eftir þriggja leikja bannið sem hann fékk fyrir rautt spjald í lokin á bikarleik á móti Blackburn Rovers. Leikurinn á móti Manchester United á laugardaginn verður sá fyrsti hjá Gylfa í 28 daga og hann var í viðtali hjá theswanseaway.co.uk. „Þetta var fyrsta rauða spjaldið og vonandi það síðasta á ferlinum. Það er ekki til verri tilfinning fyrir fótboltamann en að vera heill og þurfa að sitja upp í stúku eða horfa á leikinn í sjónvarpinu af því að þú ert í leikbanni," sagði Gylfi Þór. Gylfi Þór Sigurðsson fékk rauða spjaldið fyrir brot á Blackburn-leikmanninum Chris Taylor í uppbótartíma leiksins. Það má sjá brotið hans hér fyrir neðan. „Þú getur ekkert gert til þess að hjálpa liðinu og það er mjög pirrandi. Vonandi næ ég að nýta þennan pirring á réttan og jákvæðan hátt á laugardaginn," sagði Gylfi en Swansea City fær þá Manchester United í heimsókn. „Það hefur verið mjög erfitt fyrir mig persónulega að fylgjast með liðinu úr stúkunni og þá sérstaklega á móti Sunderland þegar við komust yfir en náðum ekki öllum þremur stigunum. Þetta hefur líka verið pirrandi fyrir strákana sem hafa ekki náð í þau úrslit sem við vildum fá. Það fara hinsvegar allir í gegnum kafla á tímabilinu þar sem hlutirnir ganga ekki alveg upp," sagði Gylfi. „Við þurfum að snúa þessu gengi við og sigur á móti United myndi gera mikið. Við unnum þá í fyrstu umferðinni og það var frábær byrjun fyrir okkur. Þá komust við á gott skrið og getum vonandi endurtekið það núna," sagði Gylfi. „Þó að þetta hafi verið frábær úrslit fyrir okkur á Old Trafford en United er með allt annað lið núna. Þeir eru yfirvegaðri og eru að ná í úrslit á seiglunni eins og í bikarnum á móti Preston," sagði Gylfi. „Við þurfum að spila betur í þessum leik ef við ætlum að ná góðum úrslitum á móti þeim. Við misstum aðeins dampinn eftir jólin en ég er viss um að við komum sterkir til baka," sagði Gylfi.
Enski boltinn Tengdar fréttir Gylfalausir Swansea-menn töpuðu í kvöld - öll úrslitin í enska Gylfi Þór Sigurðsson tók í kvöld út þriðja leikinn í þriggja leikja banni sínu og Swansea þurfti að sætta sig við tap án íslenska landsliðsmannsins. 11. febrúar 2015 22:17 Shelvey var sagt að líkjast Gylfa meira og nú gæti hann hirt af honum stöðuna Enski miðjumaðurinn sló í gegn í síðasta leik og fær tvo til viðbótar í stöðunni hans Gylfa Sig. 5. febrúar 2015 17:05 Aðeins þrír hlaupið meira en Gylfi Þór á tímabilinu Dugnaður íslenska landsliðsmannsins í fyrstu umferðinni gegn Manchester United enn á topp 10 listanum. 13. febrúar 2015 09:00 Rauða spjaldi Gylfa ekki áfrýjað | Sjáðu brotið Swansea verður án Gylfa Þórs Sigurðssonar í næstu þremur leikjum liðsins í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta. 26. janúar 2015 14:30 Monk: Við höfum saknað Gylfa Gylfi Þór Sigurðsson hefur loksins lokið þriggja leikja banni og má spila um helgina þegar lið hans Swansea City tekur á móti Manchester United. 18. febrúar 2015 12:30 Gylfi átti eitt af mörkum helgarinnar | Sjáðu markið Gylfi Þór Sigurðsson skoraði frábært mark fyrir Swansea City í ensku bikarkeppninni um helgina. 26. janúar 2015 14:00 Mest lesið Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Íslenski boltinn Aldrei meiri aldursmunur Enski boltinn Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Körfubolti Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Formúla 1 Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Íslenski boltinn „Þolinmæðisverk á móti liði eins og Norður-Írlandi“ Fótbolti Dagskráin í dag: Tommi og Nablinn á Extraleikunum Sport Sjáðu ískaldan Kolbein skora dýrmætt mark Fótbolti Tryggvi lykilmaður í sigri Bilbao Körfubolti Albert og Kean náðu að tryggja Fiorentina stig Fótbolti Fleiri fréttir Aldrei meiri aldursmunur Matty Cash afgreiddi City Eitt mark dugði og Skytturnar enn á toppnum Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Sunderland kom til baka gegn Chelsea og dramatík í Newcastle Sjáðu mörkin í verstu byrjun Hamranna í hálfa öld Leeds afgreiddi West Ham Sheffield Wednesday stefnir í gjaldþrot Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki „Þetta hafa verið erfiðir tímar fyrir okkur alla“ Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Fantasýn: Tvær gátur og svarið að losa sig við Pedro Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Framlengdu í leyni eftir bannið Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Ekki með allt þetta fína en ótrúlega tölfræði Klopp útskýrði af hverju hann hafnaði Man. Utd Dyche snýr aftur í enska boltann Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona West Ham enn stigalaust á heimavelli á leiktíðinni Klopp útilokar ekki endurkomu til Liverpool: Það er mögulegt Sonur Stuart Pearce lést í slysi Sjá meira
Gylfalausir Swansea-menn töpuðu í kvöld - öll úrslitin í enska Gylfi Þór Sigurðsson tók í kvöld út þriðja leikinn í þriggja leikja banni sínu og Swansea þurfti að sætta sig við tap án íslenska landsliðsmannsins. 11. febrúar 2015 22:17
Shelvey var sagt að líkjast Gylfa meira og nú gæti hann hirt af honum stöðuna Enski miðjumaðurinn sló í gegn í síðasta leik og fær tvo til viðbótar í stöðunni hans Gylfa Sig. 5. febrúar 2015 17:05
Aðeins þrír hlaupið meira en Gylfi Þór á tímabilinu Dugnaður íslenska landsliðsmannsins í fyrstu umferðinni gegn Manchester United enn á topp 10 listanum. 13. febrúar 2015 09:00
Rauða spjaldi Gylfa ekki áfrýjað | Sjáðu brotið Swansea verður án Gylfa Þórs Sigurðssonar í næstu þremur leikjum liðsins í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta. 26. janúar 2015 14:30
Monk: Við höfum saknað Gylfa Gylfi Þór Sigurðsson hefur loksins lokið þriggja leikja banni og má spila um helgina þegar lið hans Swansea City tekur á móti Manchester United. 18. febrúar 2015 12:30
Gylfi átti eitt af mörkum helgarinnar | Sjáðu markið Gylfi Þór Sigurðsson skoraði frábært mark fyrir Swansea City í ensku bikarkeppninni um helgina. 26. janúar 2015 14:00