Shelvey var sagt að líkjast Gylfa meira og nú gæti hann hirt af honum stöðuna Tómas Þór Þórðarson skrifar 5. febrúar 2015 17:05 Jonjo Shelvey spilaði vel gegn Southampton í fjarveru Gylfa og fær tvo leiki án Gylfa til viðbótar. vísir/getty Gylfi Þór Sigurðsson var sjóðandi heitur fyrir Swansea í ensku úrvalsdeildinni fyrir áramót. Hann skoraði þrjú mörk - tvö frábær úr aukaspyrnum - og gaf átta stoðsendingar. Hann skoraði annað af tveimur mörkum sínum úr aukaspyrnum gegn Aston Villa á öðrum degi jóla sem tryggði Swansea 1-0 sigur. Þá var Gylfi Þór aðalmaðurinn en efasemdaraddir heyrðust um enska miðjumanninn Jonjo Shelvey. „Ég held að við höfum aðeins séð helminginn af því sem Jonjo getur,“ sagði Monk um Shelvey eftir leikinn gegn Aston Villa. Hann vildi að Shelvey, sem kom til Swansea frá Liverpool, myndi líta á Gylfa Þór sem fyrirmynd. Gylfi tryggði Swansea sigur á móti Aston Villa: „Gylfi er frábær fyrirmynd fyrir Shelvey. Hann byggði sig upp og fór til stórliðs. Því miður gengu hlutirnir ekki upp fyrir hann hjá Tottenham. En hann kom hingað, lagði gríðarlega mikið á sig og þið sjáið hvernig hann er að spila,“ sagði Monk. „Þetta er eitthvað sem Jonjo þarf að horfa til því hvað varðar hæfileika er hann alveg á pari við Gylfa. Hann getur verið jafn góður og Gylfi ef ekki betri. Jonjo verður bara að fylgja fordæmi Gylfa.“ Hlutirnir eru fljótir að breytast í hörðum heimi ensku úrvalsdeildarinnar. Gylfi Þór fékk rautt spjald fyrir ljóta tæklingu í bikarleik gegn Blackburn 24. janúar og hóf þriggja leikja bann sitt um síðustu helgi. Gylfi Þór skoraði stórkostlegt mark í leiknum - fjórða markið á tímabilinu í öllum keppnum - en hann er ekki búinn að skora í úrvalsdeildinni á nýju ári og hefur ekki gefið stoðsendingu síðan 29. nóvember á síðasta ári. Gylfi fór í þriggja leikja bann fyrir þessa tæklingu: Jonjo Shelvey hefur átt í vandræðum þegar hann spilar aftar á vellinum til þessa á tímabilinu, en hann þykir ekki góður tæklari og kemur sér gjarnan í vandræði. Þegar hann fær að spila framar á vellinum líður honum betur. Hann tók stöðu Gylfa, hina svokölluðu „tíu“ fyrir aftan framherjann, í síðasta leik gegn Southampton og tryggði liðinu mikilvæg þrjú stig með fallegu marki. Það þurfti ekki meira en það til að fá breska fótboltapenna til að íhuga hvort Englendingurinn gæti mögulega tekið stöðuna af Gylfa þar sem íslenski landsliðsmaðurinn verður frá í tvo leiki til viðbótar. Þrumufleygur Shelveys gegn Southampton: „Jonjo getur bara spilað hlutverkið fyrir aftan fremsta mann og hann er nú mikil ógn fyrir Gylfa Sigurðsson í baráttunni um byrjunarliðssæti hjá Swansea,“ skrifar Leighton James, fótboltapenni South Wales Evening Post. „Eins og lesendur vita hef ég gagngrýnt Shelvey mikið fyrir spilamennsku hans hjá Swansea. Mér finnst hann ekki passa boltann nógu vel og skortir aga til að elta uppi menn með boltann. Þess vegna sé ég hann ekki eiga framtíð fyrir sér sem varnarsinnaður miðjumaður hjá Swansea.“ „Hann var gagnrýndur mikið, og það réttilega, fyrir rauða spjaldið sem hann fékk gegn Liverpool, en hann skoraði frábært mark gegn Southampton um síðustu helgi. Shelvey sýndi að hann getur spilað í „holunni“ og Monk verður að taka valið sitt í þá stöðu alvarlega þegar Gylfi snýr aftur,“ skrifar James.Gylfi Þór Sigurðsson verður að sætta sig við að æfa næstu vikurnar.vísir/gettyÍ pistli á ESPN FC veltir Max Hicks fyrir sér sömu spurningu. Hann hefur sömu skoðun á Shelvey sem varnarsinnuðum miðjumanni en skellir þó skuldinni ekki á leikmanninn. Shelvey var bara settur í stöðu sem hann ræður ekki við. „Shelvey er fórnarlamb aðstæðna. Það er eitt að gefa slæma sendingu á síðasta þriðjungi vallarins en allt annað að gera það á eigin vallarhelmingi eins og Gylfi komst að þegar hann spilaði aftar gegn Chelsea. Shelvey er heldur ekki góður tæklari,“ skrifar Hicks. „Vegna þess hafa mistök Shelveys verið aðalatriðið á sama tíma og hæfileikar hans fá ekki að skína í gegn. Á sunnudaginn leið honum mjög vel enda að spila sína stöðu. Hann fékk samt bara að spila fyrir aftan fremsta mann því Gylfi var í banni. Nú fær Shelvey tvo leiki til viðbótar til að sýna af hverju Swansea hefur misst til þessa á leiktíðinni.“ Enski boltinn Mest lesið Áhorfendum vísað út af Anfield Enski boltinn „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Formúla 1 Risaskjár og stuðsvæði á Íslandsmótinu í golfi Golf Í beinni: Valur - Breiðablik | Stórleikur á Hlíðarenda Íslenski boltinn Kærastinn kemur til varnar: „Allir glíma við sín vandamál“ Sport Barist um undirskrift Nunez Enski boltinn Gott silfur gulli betra en hvað nú? Enski boltinn Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Fótbolti Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Íslenski boltinn „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Enski boltinn Fleiri fréttir „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Barist um undirskrift Nunez „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Hato mættur á Brúnna Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Ramsdale mættur til Newcastle Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Newcastle hafnar tilboði Liverpool Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Sjá meira
Gylfi Þór Sigurðsson var sjóðandi heitur fyrir Swansea í ensku úrvalsdeildinni fyrir áramót. Hann skoraði þrjú mörk - tvö frábær úr aukaspyrnum - og gaf átta stoðsendingar. Hann skoraði annað af tveimur mörkum sínum úr aukaspyrnum gegn Aston Villa á öðrum degi jóla sem tryggði Swansea 1-0 sigur. Þá var Gylfi Þór aðalmaðurinn en efasemdaraddir heyrðust um enska miðjumanninn Jonjo Shelvey. „Ég held að við höfum aðeins séð helminginn af því sem Jonjo getur,“ sagði Monk um Shelvey eftir leikinn gegn Aston Villa. Hann vildi að Shelvey, sem kom til Swansea frá Liverpool, myndi líta á Gylfa Þór sem fyrirmynd. Gylfi tryggði Swansea sigur á móti Aston Villa: „Gylfi er frábær fyrirmynd fyrir Shelvey. Hann byggði sig upp og fór til stórliðs. Því miður gengu hlutirnir ekki upp fyrir hann hjá Tottenham. En hann kom hingað, lagði gríðarlega mikið á sig og þið sjáið hvernig hann er að spila,“ sagði Monk. „Þetta er eitthvað sem Jonjo þarf að horfa til því hvað varðar hæfileika er hann alveg á pari við Gylfa. Hann getur verið jafn góður og Gylfi ef ekki betri. Jonjo verður bara að fylgja fordæmi Gylfa.“ Hlutirnir eru fljótir að breytast í hörðum heimi ensku úrvalsdeildarinnar. Gylfi Þór fékk rautt spjald fyrir ljóta tæklingu í bikarleik gegn Blackburn 24. janúar og hóf þriggja leikja bann sitt um síðustu helgi. Gylfi Þór skoraði stórkostlegt mark í leiknum - fjórða markið á tímabilinu í öllum keppnum - en hann er ekki búinn að skora í úrvalsdeildinni á nýju ári og hefur ekki gefið stoðsendingu síðan 29. nóvember á síðasta ári. Gylfi fór í þriggja leikja bann fyrir þessa tæklingu: Jonjo Shelvey hefur átt í vandræðum þegar hann spilar aftar á vellinum til þessa á tímabilinu, en hann þykir ekki góður tæklari og kemur sér gjarnan í vandræði. Þegar hann fær að spila framar á vellinum líður honum betur. Hann tók stöðu Gylfa, hina svokölluðu „tíu“ fyrir aftan framherjann, í síðasta leik gegn Southampton og tryggði liðinu mikilvæg þrjú stig með fallegu marki. Það þurfti ekki meira en það til að fá breska fótboltapenna til að íhuga hvort Englendingurinn gæti mögulega tekið stöðuna af Gylfa þar sem íslenski landsliðsmaðurinn verður frá í tvo leiki til viðbótar. Þrumufleygur Shelveys gegn Southampton: „Jonjo getur bara spilað hlutverkið fyrir aftan fremsta mann og hann er nú mikil ógn fyrir Gylfa Sigurðsson í baráttunni um byrjunarliðssæti hjá Swansea,“ skrifar Leighton James, fótboltapenni South Wales Evening Post. „Eins og lesendur vita hef ég gagngrýnt Shelvey mikið fyrir spilamennsku hans hjá Swansea. Mér finnst hann ekki passa boltann nógu vel og skortir aga til að elta uppi menn með boltann. Þess vegna sé ég hann ekki eiga framtíð fyrir sér sem varnarsinnaður miðjumaður hjá Swansea.“ „Hann var gagnrýndur mikið, og það réttilega, fyrir rauða spjaldið sem hann fékk gegn Liverpool, en hann skoraði frábært mark gegn Southampton um síðustu helgi. Shelvey sýndi að hann getur spilað í „holunni“ og Monk verður að taka valið sitt í þá stöðu alvarlega þegar Gylfi snýr aftur,“ skrifar James.Gylfi Þór Sigurðsson verður að sætta sig við að æfa næstu vikurnar.vísir/gettyÍ pistli á ESPN FC veltir Max Hicks fyrir sér sömu spurningu. Hann hefur sömu skoðun á Shelvey sem varnarsinnuðum miðjumanni en skellir þó skuldinni ekki á leikmanninn. Shelvey var bara settur í stöðu sem hann ræður ekki við. „Shelvey er fórnarlamb aðstæðna. Það er eitt að gefa slæma sendingu á síðasta þriðjungi vallarins en allt annað að gera það á eigin vallarhelmingi eins og Gylfi komst að þegar hann spilaði aftar gegn Chelsea. Shelvey er heldur ekki góður tæklari,“ skrifar Hicks. „Vegna þess hafa mistök Shelveys verið aðalatriðið á sama tíma og hæfileikar hans fá ekki að skína í gegn. Á sunnudaginn leið honum mjög vel enda að spila sína stöðu. Hann fékk samt bara að spila fyrir aftan fremsta mann því Gylfi var í banni. Nú fær Shelvey tvo leiki til viðbótar til að sýna af hverju Swansea hefur misst til þessa á leiktíðinni.“
Enski boltinn Mest lesið Áhorfendum vísað út af Anfield Enski boltinn „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Formúla 1 Risaskjár og stuðsvæði á Íslandsmótinu í golfi Golf Í beinni: Valur - Breiðablik | Stórleikur á Hlíðarenda Íslenski boltinn Kærastinn kemur til varnar: „Allir glíma við sín vandamál“ Sport Barist um undirskrift Nunez Enski boltinn Gott silfur gulli betra en hvað nú? Enski boltinn Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Fótbolti Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Íslenski boltinn „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Enski boltinn Fleiri fréttir „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Barist um undirskrift Nunez „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Hato mættur á Brúnna Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Ramsdale mættur til Newcastle Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Newcastle hafnar tilboði Liverpool Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Sjá meira