Enski boltinn

Besiktas og Chelsea í viðræðum um Demba Ba

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Demba Ba.
Demba Ba. Vísir/Getty
Forseti Besiktas staðfesti í dag að félagið væri í viðræðum við Chelsea um kaup á Demba Ba. Talið er að Besiktas sé tilbúið að greiða átta milljónir punda fyrir Ba.

Hinn 29 árs gamli Ba gekk til liðs við Chelsea frá Newcastle í janúarglugganum 2013 en hefur aldrei náð að festa sig í sessi hjá Chelsea.

Hefur Ba aðeins leikið 33 leiki í ensku úrvalsdeildinni, þar af sautján sinnum komið inn af varamannabekknum. Var hann yfirleitt þriðji kostur Jose Mourinho á síðasta tímabili á eftir Fernando Torres og Samuel Eto'o.

Chelsea gekk frá kaupunum á Diego Costa fyrr í dag sem sendi Demba Ba enn aftar í goggunarröðinni.

„Við erum í viðræðum. Chelsea vildi upphaflega fá 10 milljónir punda en við höfum komist að samkomulagi um verð sem við erum ánægðir með. Hann er góður leikmaður sem við höfum fylgst lengi með og við getum vonandi kynnt hann sem leikmann Besiktas fljótlega,“ sagði Fikret Orman, forseti Besiktas við Daily Mail.



 



Fleiri fréttir

Sjá meira


×