Fótbolti

Cole fyrsti Englendingurinn hjá Roma

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Mynd/Twitter
Ashley Cole er formlega genginn í raðir Roma á Ítalíu en félagið staðfesti það nú síðdegis.

Cole kom til Rómar í morgun og hefur staðist læknisskoðun. Hann var laus allra mála hjá Chelsea og gerði tveggja ára samning við ítalska liðið sem á þess kost að framlengja samninginn um eitt ár til viðbótar.

Cole er 33 ára gamall en fullyrt er í fjömiðlum ytra að hann muni þéna rúmar 700 milljónir króna á samningstímanum.

Hann kom frá Arsenal til Chelsea árið 2006 og var í átta tímabil í herbúðum síðarnefnda félagsins. Hann á að baki 106 leiki með enska landsliðinu en var ekki valinn í HM-hóp liðsins fyrir keppnina í Brasilíu.

Cole verður fyrsti enski leikmaðurinn sem spilar í herbúðum Roma en liðið hafnaði í öðru sæti ítölsku úrvalsdeildarinnar í vor.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×