Enski boltinn

Fábregas genginn í raðir Chelsea

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Cesc Fábregas með Chelsea-treyjuna eftir undirskriftina.
Cesc Fábregas með Chelsea-treyjuna eftir undirskriftina. Mynd/Twitter
Spænski landsliðsmaðurinn Cesc Fábregas er genginn í raðir enska úrvalsdeildarliðsins Chelsea en frá þessu greinir leikmaðurinn sjálfur á Facebook-síðu sinni.

Barcelona er einnig búinn að staðfesta söluna en Lundúnafélagið er sagt greiða ríflega 30 milljónir Evra fyrir leikmanninn.

Fábregas snýr því aftur til Englands eftir þriggja ára dvöl hjá uppeldisfélagi sínu Barcelona en hann var áður á mála hjá Arsenal. Arsenal var með forkaupsrétt á Fábregas en kaus að nýta hann ekki.

„Það vita allir að Arsenal bauðst að fá mig fyrst en það vildi ekki nýta sér þann kost. Ég óska Arsenal alls hins besta í framtíðinni,“ segir Fábregas í yfirlýsingu sinni.

„Mér finnst ég eiga óunnið verk í úrvalsdeildinni og þetta sé réttur tími til að snúa aftur. Ég skoðaði öll tilboðin og komst að þeirri niðurstöðu að Chelsea væri besti kosturinn. Metnaður félagsins samsvarar mínum metnaði og þarna er frábær hópur leikmanna. Ég get ekki beðið eftir því að byrja að spila,“ segir Fábregas um leið og hann þakkar Barcelona fyrir árin þrjú.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×