Enski boltinn

Costa skrifaði undir fimm ára samning hjá Chelsea

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Diego Costa í leik með Atletico Madrid
Diego Costa í leik með Atletico Madrid Vísir/Getty
Chelsea staðfesti í dag að félagið hefði gengið frá kaupunum á Diego Costa frá Atletico Madrid. Costa skrifaði undir 5 ára samning hjá Chelsea en talið er að félagið greiði 32 milljónir punda fyrir spænska framherjann.

Costa skaust fram í sviðsljósið á síðasta tímabili eftir að Atletico Madrid seldi Falcao til Monaco og var lykilleikmaður liðsins er liðið tryggði sér spænska titilinn.

Þá skoraði Costa eitt af mörkum Atletico Madrid er þeir slógu Chelsea út í undanúrslitum Meistaradeildarinnar í ár. Costa var hinsvegar tæpur vegna meiðsla þegar úrslitaleikurinn fór fram og entist hann aðeins tæplega tíu mínútur í 1-4 tapi Atletico Madrid fyrir Real Madrid.

Hjá Chelsea hittir Costa fyrir landsliðsfélaga sína, Cesar Azpilicueta og Cesc Fabregas.

Alls skoraði Costa 36 mörk í öllum keppnum á síðasta tímabili, fimm mörkum meira en Samuel Eto'o, Fernando Torres og Demba Ba, framherjar Chelsea skoruðu samanlagt á tímabilinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×