Erlent

Segir Úkraínumenn tilbúna í stríð við Rússa

Haukur Viðar Alfreðsson skrifar
Meðlimir þjóðvarðliðs Úkraínu sem stofnað var á dögunum.
Meðlimir þjóðvarðliðs Úkraínu sem stofnað var á dögunum. vísir/afp
Úkraínumenn eru tilbúnir í stríð við Rússa ef rússneskir hermenn stíga yfir landamæri Krímskaga og meginlands Úkraínu. Þetta hefur fréttastofa Sky eftir Serhíj Tarúta, ríkisstjóra Dónetsk-héraðs í Úkraínu. „Við förum í stríð. Okkar fólk mun grípa til vopna og vernda landið okkar,“ segir Tarúta.

Vladímír Pútín Rússlandsforseti skrifaði í gærkvöldi undir yfirlýsingu þess efnis að Krímskagi sé nú sjálfstætt ríki. Er það í kjölfar atkvæðagreiðslu á sunnudag þar sem 97 prósent kjósenda kusu með því að Krím gengi inn í Rússland.

Bandaríkin og Evrópusambandið segja kosningarnar ólöglegar og segja veru rússneska hermanna á svæðinu brot á alþjóðalögum.

Pútín mun ávarpa rússneska þingið klukkan 11.


Tengdar fréttir

93 prósent vilja sameinast Rússlandi

Nú er kjörfundi lokið á Krímskaga en samkvæmt útgönguspám samþykktu 93% kjósenda að segja sig úr lögum við Úkraínu og sameinast Rússlandi.

Rússar notfæra sér stöðu Úkraínu

Angela Merkel, kanslari Þýskalands, segir það geta haft miklar pólitískar og efnahagslegar afleiðingar fyrir Rússa ef þeir vilja ekki ganga "til samningaviðræðna sem skila árangri“ vegna ástandsins í Úkraínu.

Rætt um auknar refsiaðgerðir gegn Rússum

Utanríkisráðherrar Evrópusambandsríkjanna hittast í Brussel fyrir hádegi í dag til þess að ræða frekari viðskiptaþvinganir gegn Rússum í kjölfar þess að íbúar á Krímskaga ákváðu í atkvæðagreiðslu að ganga Rússum á hönd og kljúfa sig frá Úkraínu.

Útlendingur í eigin landi

Þingið á Krímskaga hefur formlega lýst yfir sjálfstæði frá Úkraínu og beðið um að sameinast Rússlandi. Úkraínsk kona hér á landi segir furðulegt að hugsa til þess að hún hafi komið til Íslands sem Úkraínumaður en fari líklega héðan sem Rússi.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.