Erlent

93 prósent vilja sameinast Rússlandi

Stefán Árni Pálsson skrifar
Nú er kjörfundi lokið á Krímskaga en samkvæmt útgönguspám samþykktu 93% kjósenda að segja sig úr lögum við Úkraínu og sameinast Rússlandi.Í dag hófst atkvæðagreiðsla á Krímskaganum um það hvort sjálfsstjórnarhéraðið eigi að lýsa yfir auknu sjálfstæði eða ganga til liðs við Rússland á ný. Rússneskt herlið dvelur enn á skaganum. Kjörstöðum lokaði klukkan 18 að íslenskum tíma en Krímskaginn var hluti af Rússlandi allt til ársins 1954 og fjölmargir íbúa á svæðinu vilja sameinast stórveldinu á ný.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×