Erlent

Embættismenn í farbann og eignir þeirra kyrrsettar

Haukur Viðar Alfreðsson skrifar
Frá Krímskaga í dag.
Frá Krímskaga í dag. víisr/afp
Evrópusambandið hefur sett farbann á 21 embættismann í Rússlandi og í Úkraínu og kyrrsett eignir þeirra eftir að þingið á Krímskaga lýsti formlega yfir sjálfstæði frá Úkraínu.

Kosið var um málið í gær og vildu 97 prósent þeirra sem kusu að Krím verði hluti af Rússlandi. Þá hafa bandarísk yfirvöld einnig fryst eignir 11 einstaklinga og sett á þá farbann. Einn þeirra er Viktor Janúkovítsj, fyrrverandi forseti Úkraínu.

Barack Obama Bandaríkjaforseti sagði Vladímír Pútín Rússlandsforseta að Bandaríkin myndu aldrei viðurkenna úrslit kosninganna, en kosningarnar eru að hans mati og Evrópusambandsins ólöglegar.

Verða nöfn mannanna gerð opinber síðar í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×