Fleiri fréttir

Ellen Kristjáns: Mér fannst hann æðislegur

„Hann var bara einstakur skemmtikraftur af líf og sál en höndlaði ekki þennan frægðarsirkus," segir Ellen Kristjánsdóttir söngkona aðspurð um Michael Jackson. „Mér fannst hann æðislegur, sérstaklega þegar hann var ungur. Uppáhaldslagið mitt er I´ll be there. Elstu stelpurnar mínar og bræðrabörn fannst hann ótrúlega frábær og á tímabili Thrillers var sungið og dansað alla daga og plaköt um alla veggi." „Sorglegt hvernig fór fyrir Michael í lokin en minninginn lifir áfram um frábæran listamann," segir Ellen að lokum.

Viðeyjarhátíð haldin á morgun

Viðeyjarhátíðin verður haldin á morgun með miklum glæsibrag. Eva María Þórarinsdóttir, einn skipuleggjenda, segir þessa árlegu gleðihátíð hafa fest sig í sessi sem frábær skemmtun og samverustund fyrir alla fjölskylduna.

Robbie yfirheyrður á Bahamas

Breska poppstjarnan Robbie William var nýverið yfirheyrður af lögreglunni á Bahamas-eyjum í tengslum við innbrot hjá tveimur ljósmyndurum sem höfðu skömmu áður myndað fyrrum Take That stjörnuna.

Bókaútgefendur æfir yfir endursöluherferð Pennans

„Menn eru ekki ánægðir. Og þetta er ekki bara einhver afmarkaður hópur bókaútgefenda heldur er breið samstaða meðal bókaútgefenda um þetta,“ segir Kristján B. Jónasson. Hann er þarna að vísa í endursöluherferð Pennans þar sem viðskiptavinum gefst kostur á að koma með kiljur frá árinu 2007 til 2009, selja hvert stykki fyrir 200 krónur og kaupa aðrar skilabækur á 400 krónur.

Handtekinn á flugvelli

Jonathan Rhys Meyers, sem lék á móti Anitu Briem í sjónvarps­þáttunum The Tudors, var ný­verið handtekinn á flugvelli í París fyrir að hóta barþjóni lífláti. Leikarinn, sem er 31 árs, var drukkinn þegar hann lét öllum illum látum á bar Charles de Gaulle-flugvallarins. Eftir að hafa úthúðað barþjóninum var hann handtekinn og látinn dúsa í varðhaldi í á meðan víman rann af honum.

Gullmolar níunda áratugarins

Útvarpsmaðurinn Sigurður Hlöðversson, eða Siggi Hlö, hefur gefið út þreföldu safnplötuna Veistu hver ég var? Sextíu lög eru á plötunum þremur sem öll nutu vinsælda á níunda áratugnum.

Þóra gerir sjónvarpsþætti um Hrunið

„Jú, þetta er rétt, þetta er í samvinnu við Guðna Th. Jóhannesson og verður byggt á bókinni hans,“ segir sjónvarpskonan Þóra Arnórsdóttir sem er að fara að gera heimildar­þáttaröð um íslenska efnahagshrunið. Þóra neitar því ekki að þetta sé krefjandi verkefni en hún sé full tilhlökkunar að takast á við það. Ráðgert er að tökur og vinnsla hefjist í ágúst en þangað til mun sjónvarpskonan liggja yfir bók Guðna í sólinni á Ítalíu þar sem hún er nú í sumarfríi.

Tónskáld mótmæla

Enn halda áfram opinber mótmæli vegna afstöðu fulltrúa Bandalags íslenskra listamanna í Menningarmálanefnd Reykjavíkur sem fettu fingur út í þá ákvörðun nefndarinnar að velja Steinunni Sigurðardóttur sem Borgarlistamann 2009. Nú hefur borist yfirlýsing frá stjórn Tónskáldafélags Íslands varðandi útnefninguna.

Syrgir poppkónginn á Íslandi

„Þetta er búin að vera löng nótt, ég er búinn að vera í símanum frá því að fréttirnar bárust,“ segir Shmuley Boteach rabbíni, einn nánasti vinur poppkóngsins Michaels Jackson, í samtali við Fréttablaðið. Í viðtölum við erlenda fréttamiðla hefur Shmuley sagt að þetta sé amerískur harmleikur en honum hafi alltaf fundist eins og þetta yrðu örlög Jacksons, að deyja ungur.

Kjúklingum stolið úr frystikistu

„Þetta er afskaplega fyndið eins og Braga einum er lagið, alveg óþolandi fyndið eiginlega,“ segir leikstjórinn Stefán Jónsson. Eftir áramót verður frumsýnt í Þjóðleikhúsinu leikritið Hænuungarnir eftir Braga Ólafsson í leikstjórn Stefáns.

Hátíð í Hallgrímskirkju

Alþjóðlegt orgelsumar í Hallgrímskirkju hefst á morgun og er það nú haldið í sautjánda sinn. Á orgel­sumri er því fagnað hversu mikið og merkilegt orgel er í kirkjunni á Skólavörðuhæð og þangað koma orgelleikarar á heimsmælikvarða. Hátíðinni tengist svo margvíslegt annað starf en tónlistarlíf og hefur listastarf verið mikilvægur þáttur í kirkjustarfinu í Hallgrímssókn.

Potter vill eldri konur

Leikarinn Daniel Radcliffe, sem þekktastur er fyrir hlutverk sitt sem Harry Potter, segir í viðtali við tímaritið Parade að hann vilji heldur eldri konur. „Mér finnst, svona almennt, að maður þurfi ekki að hafa jafn mikið fyrir því að skemmta eldri konum. Flestar stelpur sem ég hef átt í sambandi við eru komnar á þrítugsaldurinn,“ segir Radcliffe.

Einu tónleikar Ske-liða

Hljómsveitin Ske fagnar útgáfu þriðju breiðskífu sinnar með tónleikum á Grand Rokk í kvöld. Plata Ske, Love For You All, er nýkomin út og hefur fengið góðar viðtökur. Sveitin hefur aldrei þótt iðin við tónleikahald og meðlimir hennar ætla engu að breyta þar um nú, tónleikarnir í kvöld verða að líkindum þeir einu í náinni framtíð. Jeff Who? kemur einnig fram og munu sveitirnar ætla að taka saman lagið. Tónleikarnir hefjast klukkan 22.30.

DiCaprio með strákunum

Fjölmiðlar hið vestra hafa verið að velta sér upp úr því hvort leikarinn Leon­ardo DiCaprio sé orðinn laus og liðugur á ný. Leikarinn, sem hefur verið í sambúð með ísraelsku fyrirsætunni Bar Rafaeli í nokkurn tíma, mætti á skemmtistaðinn MyHouse í Hollywood ásamt vinahóp sínum um helgina.

Michael undir ómannlegu álagi - myndband

„Veistu ég var ekki hissa. Michael Jackson var undir ómannlegu álagi," segir Páll Óskar meðal annars þegar talið berst að fráfalli og ekki síður útlitsbreytingum Michael í gegnum tíðina.

Hönnuðu Michael Jackson bol í nótt

Bolabúðin Dogma á Laugavegi var ekki lengi að bregðast við tíðindum gærkvöldsins. Strax í nótt var farið í það að hanna Michael Jackson bol sem fór í prentun í morgun og í kjölfarið strax í sölu. Magnús Nílsson hjá Dogma segir að annar bolur sé á leiðinni og verði kominn í búðir seinnipartinn í dag. Á þeim bol er Jackson orðinn aðeins eldri og hvítari.

Jackson bauð Bryndísi til Neverland

„Michael Jackson var snillingur á sínu sviði. Ég mun persónulega minnast hans með mikilli hlýju fyrir að hafa boðið Bryndísi dóttur minni, þá 12 ára gamalli, í ævintýragarðinn sinn Neverland og leyst hana þaðan út með fallegum og árituðum persónulegum gjöfum," segir Jakob Frímann Magnússon aðspurður um hans minningu um Michael Jackson.

Baggalútur: Sleginn yfir fréttunum

„Ég varð mjög sleginn þegar ég frétti af andláti Michaels enda hafði ég mikið álit á honum sem tónlistarmanni og manneskju, jafnvel þótt við höfum þroskast hvor í sína áttina - þó kannski aðallega á tónskalanum," segir Karl Sigurðsson meðlimur Baggalúts aðspurður um hans viðbrögð við óvæntu andláti Michael Jackson. „Mitt uppáhaldslag með Michael er líklega lagið „Ben" sem hann tók upp árið 1972 aðeins fjórtán ára gamall. Þetta lag, sem var titillag kvikmyndar um morðóðu gælurottuna Ben, er svo hugljúft að Michael táraðist jafnan þegar hann flutti hann á sviði."

Bo: Michael er hinn svarti Elvis

„Ég hafði mjög gaman af tónlistinni hans og dáðist af fagmennskunni á plötunum. Bæði lagasmíði og upptökutækninni. Þær plötur sem standa upp úr eru auðvitað trílógina mikla, Off the Wall, Thriller og Bad. Þetta eru plötur sem standa uppúr í sögunni," segir Björgvin Halldórsson þegar Vísir biður hann um að minnast Michael Jackson sem lést í gær aðeins 50 ára gamall. „Ekki má gleyma Quincy Jones sem var hans hægri hönd á þessum plötum. Hann var auðvitað ótrúlegur sem ellefu ára gamall strákur sem söng eins og fullorðin maður með reynslu."

Madonna syrgir Michael Jackson

Madonna sendi frá sér tilkynningu vegna fráfalls Michael Jackson: „Ég get ekki hætt að gráta yfir þessum sorglegu tíðindum. Ég hef alltaf dáðst að Michael Jacson. Heimurinn hefur misst einn af þeim bestu en tónlist hans mun lifa að eilífu. Hjartað mitt er hjá þremur börnum hans og öðrum meðlimum fjölskyldu hans. Guð blessi hann," - Madonna.

Fréttahaukur eltir kærastann til Düsseldorf

„Ég ætla að leita mér að vinnu og njóta lífsins í Evrópu í núll prósent verðbólgu og evru,“ segir fréttamaðurinn geðþekki Guðfinnur Sigurvinsson hjá Ríkissjónvarpinu.

Kling og Bang í New York

Á þriðjudagskvöld hófst sýningarhald í New York á vegum samtaka sjálfstæðra gallería og samtaka sem starfa að list án hagnaðarávinnings. Sýningin nefnist No Soul for Sale. Meðal nær þrjátíu aðila á sýningunni eru fulltrúar Kling og Bang.

Brjálaður laugardagur hjá atvinnumönnunum okkar

Óhætt er að fullyrða að „atvinnumennirnir okkar" í boltaíþróttum hafi úr nægu að velja hvað skemmtanalífið varðar á morgun, laugardag. Og sumir eiga jafnvel eftir að eiga í fullt í fangi með að velja og hafna milli tveggja góðra kosta. Tveir íslenskir landsliðsmenn ganga í það heilaga, tvær silfurstjörnur fagna því að gelið þeirra er loks til sölu og landsliðsfyrirliði heldur stjörnugolfmót í Vestmannaeyjum.

Býttiátak hjá Eymundsson

„Þetta er ekkert aprílgabb, við ætlum að byrja í dag að taka á móti öllum íslenskum og erlendum vasabrotsbókum sem gefnar hafa verið út árið 2007 eða síðar og greiða fólki 200 kr. fyrir stykkið í formi inneignar­nótu,“ segir Bryndís Lofts­dóttir, vörustjóri hjá Eymundsson.

Fær stuðning frá Microsoft

Fyrirtækið Microsoft býður almenningi upp á frítt niður­hal á lagi Þórs Breiðfjörð Kristinssonar, Sunny Day. Í hópi með Þór eru flytjendur á borð við Warren G og The Lemonheads.

Tíu kvikmyndir keppa um Óskarinn

Tíu kvikmyndir verða tilnefndar sem besta myndin á Óskars­verðlaunahátíðinni á næsta ári í stað fimm eins og venjan hefur verið. Með þessu vilja skipu­leggjendurnir auka fjölbreytni myndanna sem keppa um þennan eftirsótta titil og gefa fleiri vin­sælum myndum tækifæri til að láta ljós sitt skína. Þetta verður í fyrsta sinn síðan 1943 sem tíu myndir keppa í þessum flokki.

Timberlake og Lohan rífast

Lífið og tilveran er ekki einföld í heimi hinna ríku og frægu. Og hún er ansi flókin, sagan af Justin Timberlake og Lindsay Lohan í New York.

Kettlingarnir fengu ný heimili

Eins og Fréttablaðið greindi frá í lok maí höfðu aldrei fleiri kettlingar þurft að leita húsaskjóls hjá Sigríði Heiðberg í Kattholti. Þeir voru alls þrjátíu talsins, sumir illa á sig komnir eftir að eigendurnir höfðu skilið þá eftir upp á von og óvon. Sigríður sagði jafnframt að kreppan væri komin í Kattholt, minna væri um frjáls fjárframlög frá almenningi og því gengi erfiðlega að reka starfsemina.

The Killers undirbýr nýja plötu

Hljómsveitin The Killers frá Las Vegas ætlar að ljúka við nýja plötu með lögum eftir aðra tónlistarmenn á þessu ári.

Stefán Karl braut glas í beinni

Leikarinn Stefán Karl Stefánsson kom Elsu Maríu Jakobsdóttur í opna skjöldu þegar hann braut vatnsglas í beinu viðtali í Kastljósinu í kvöld svo flæddi yfir undirbúningsglósur hennar. Það mun þó um óviljaverk hafa verið að ræða.

Daniel Craig leikur í hryllingsmynd

Bond-leikarinn Daniel Craig er að ná samningum við Morgan Creek-framleiðslufyrirtækið um að leika í hryllingsmyndinni The Dreamhouse eða Draumahúsið. Leikstjóri verður Jim Sheridan en handritið er eftir David Loucka. Myndin segir frá fjölskylduföður sem telur sig hafa fundið draumahúsið handa fjölskyldu sinni. Allt fer hins vegar á versta veg þegar fyrrum eigendur hússins fara að ofsækja fjölskylduna.

Árni Johnsen ræktar kalkúna

„Við erum alveg sannfærðir um að þeir séu frá Frakklandi. París. Þeir tala í það minnsta frönsku,” segir Árni Johnsen alþingismaður.

Dúett Ólafar og Megasar

Megas og Ólöf Arnalds halda tónleika á Café Rosenberg miðvikudaginn 1. júlí. Þar munu þau spila hvort í sínu lagi og einnig nokkur lög saman.

Niður á bóginn í Salnum

Er ekki allt á niðurleið? Hvað sem uppnáminu líður ætlar bassinn Bjarni Thor Kristinsson að þrepa sig niður og bjóða gestum Salarins á óborganlega skemmtun í kvöld í Salnum í Kópavogi. Þar flytur hann aríur, ljóð og sönglög sem stefna niður á við og rista djúpt við undirleik Ástríðar Öldu Sigurðardóttur píanóleikara. Þau byrja eins ofarlega og Bjarna er unnt og svo dýpkar það og dimmir niður tónstigann í leit að djúpum bassanótum og merkingu þeirra.

Djammstöðum fjölgar enn

Skemmtistaðir virðast þrífast vel í kreppunni því opnaðir verða þrír nýir skemmtistaðir nú á næstunni.

Litríkur fantasíuheimur

Elektródúettinn Empire of the Sun hefur vakið mikla athygli fyrir afslappaðar og grípandi melódíur sínar. Smáskífulagið Walking on a Dream hefur heldur betur hitt í mark.

Efron breytir til

Bandaríska táningsstjarnan Zac Efron ætlar sé ekki bara að vera frægur fyrir snoppufrítt andlit og hlutverk sitt í High School Musical. Því vill hann venda kvæði sínu í kross og hefur samið um að leika í erótískum trylli. Þetta hefur vakið nokkra kátínu meðal erlendra kvikmyndablaðamanna sem líkja Efron við Gosa. Blaðamaður Empire segir að Disney sé skaparinn sem vilji halda honum heima við, í öruggu umhverfi þar sem hann malar gull á unglingsstjörnum. Þeir verði hins vegar á einhverjum tímapunkti að hleypa honum út í hinn vonda heim.

Eignuðust tvíbura

Hjónin Sarah Jessica Parker og Matthew Broderick eignuðust tvíbura nú í vikunni. Hjónin fengu staðgöngumóður til að ganga með börnin og sú fæddi tvær litlar stúlkur sem hafa fengið nöfnin Marion Loretta Elwell og Tabitha Hodge.

Nína doktor

Nína Margrét Grímsdóttir píanóleikari varði hinn 2. júní sl. doktorsritgerð sína við tónlistardeild Graduate Center of the City University of New York. Andmælandi var dr. Sylvia Kahan, prófessor í píanóleik og tónlistarfræðum við CUNY Graduate Center og College of Staten Island. Titill doktorsritgerðarinnar er: „The Piano Works of Páll Ísólfsson (1893-1974) – A Diverse Collection.“

Enn meiri rómantík hjá Heigl

Leikkonan Katherine Heigl, sem sló í gegn í læknaþáttunum Grey"s Anatomy, hefur tekið að sér aðalhlutverkið í rómantísku gamanmyndinni Life As We Know It.

Norrænt kvikmyndastarf

Norrænu menningarmálaráðherrarnir hafa gert fimm ára samkomulag við Norræna kvikmynda- og sjónvarpssjóðinn. Samkomulagið er einn stærsti liðurinn í fjárlögum menningarmálaráðherranna og mun styrkja Norðurlönd í alþjóðlegri samkeppni á sviði kvikmyndagerðar og framleiðslu sjónvarpsefnis.

Fincher leikstýrir Facebook

Bandaríski leikstjórinn David Fincher er þessa dagana orðaður við kvikmynd um Facebook-ævintýrið. Fincher þarf vart að kynna fyrir kvikmyndaáhugamönnum, eftir hann liggja verk á borð við Seven, The Game og nú síðast The Curious Case of Benjamin Button. Að ógleymdu Rolling Stones-myndbandinu sem nýjasta Vodafone-auglýsingin á Íslandi vísar svo sterkt til.

Ráðstefna rokkara

Heljarinnar þungarokksveisla verður haldin á Sódómu Reykjavík annað kvöld. Deep Jimi and the Zep Creams og Morðingjarnir stíga á svið, fjórir þungarokksfróðir plötusnúðar þeyta skífum og keppt verður í spurningakeppni þar sem þungarokk verður vitaskuld í forgrunni. Einnig verður dregið í Metal-happadrætti. Þeir sem mæta í klæðnaði sem hæfir hátíð sem þessari geta átt von á glaðningi og aðstandendur lofa einnig glæstum vinningum í spurningakeppninni.

Frímann og Frank Hvam ræða saman um gamanmál

„Við erum búnir að vera í Svíþjóð, Noregi, Danmörku og á Íslandi. Eigum eftir að fara til Finnlands og svo Bretlands. Og málið er að Frímann Gunnarsson er að gera úttekt á gríni frá Norðurlöndunum," segir Gunnar Hansson, leikari og Vespusali með meiru.

Sjá næstu 50 fréttir