Lífið

Hönnuðu Michael Jackson bol í nótt

Bolurinn umræddi fæst í Dogma.
Bolurinn umræddi fæst í Dogma.
Bolabúðin Dogma á Laugavegi var ekki lengi að bregðast við tíðindum gærkvöldsins. Strax í nótt var farið í það að hanna Michael Jackson bol sem fór í prentun í morgun og í kjölfarið strax í sölu. Magnús Nílsson hjá Dogma segir að annar bolur sé á leiðinni og verði kominn í búðir seinnipartinn í dag. Á þeim bol er Jackson orðinn aðeins eldri og hvítari.

„Við erum allir miklir aðdáendur hérna eins og flest allir bara held ég, er einhver sem er ekki aðdáandi Michael Jackson?," spyr Magnús sem var nokkuð brugðið þegar hann heyrði fréttirnar í gærkvöldi.

„Konan var að lesa fréttir á netinu þegar hún sagði mér frá þessari stórfrétt. Þetta er alveg í líkingu við tvíburaturnana myndi ég segja," segir Magnús sem á eina sögu varðandi fráfallið sem gerðist í verslun Dogma í morgun.

„Þá kom einhver útlensk stelpa inn í búðina sem hafði sé bolinn í glugganum. Hún spurði hvort þetta væri ekki grín. Henni var þá svarað að hann hefði dáið í gærkvöldi. Hún fór þá að hágráta og hljóp út úr búðinni, þetta snertir fólk því greinilega."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.