Lífið

Niður á bóginn í Salnum

tónlist Bjarni Thor Kristinsson söngvari.
tónlist Bjarni Thor Kristinsson söngvari.

Er ekki allt á niðurleið? Hvað sem uppnáminu líður ætlar bassinn Bjarni Thor Kristinsson að þrepa sig niður og bjóða gestum Salarins á óborganlega skemmtun í kvöld í Salnum í Kópavogi. Þar flytur hann aríur, ljóð og sönglög sem stefna niður á við og rista djúpt við undirleik Ástríðar Öldu Sigurðardóttur píanóleikara. Þau byrja eins ofarlega og Bjarna er unnt og svo dýpkar það og dimmir niður tónstigann í leit að djúpum bassanótum og merkingu þeirra.

Bjarni er okkar mesti bassi um þessar mundir, tæknilega fær um léttan leik í túlkun og þrælöruggur á sínu raddsviði sem reynt verður á í kvöld. Ekki er vitað til að tónleikarnir tengist á nokkurn hátt niðurstigi annars bassa úr æðstu hefðarstólum í Kópavogi. En tónleikarnir hefjast kl. 20 og er miðasala í Salnum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.