Lífið

Eignuðust tvíbura

Fengu staðgöngumóður
til þess að ganga með börnin.
Fengu staðgöngumóður til þess að ganga með börnin.

Hjónin Sarah Jessica Parker og Matthew Broderick eignuðust tvíbura nú í vikunni. Hjónin fengu staðgöngumóður til að ganga með börnin og sú fæddi tvær litlar stúlkur sem hafa fengið nöfnin Marion Loretta Elwell og Tabitha Hodge.

Í fréttatilkynningu frá leikurunum segja þau nöfnin Elwell og Hodge vera í höfuð skyldmenna Söruh. Í fréttatilkynningunni segjast þau jafnframt vera himinlifandi með fæðingu dætranna. Fyrir eiga hjónin einn son, James Wilkie, sem er sjö ára.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.