Frímann og Frank Hvam ræða saman um gamanmál 25. júní 2009 03:45 Ólíkindatól af bestu gerð Meðal þeirra sem <B>Frímann Gunnarsson </B>ræðir við í nýrri seríu sem hefur hlotið nafnið Mér er Mál...Gamanmál eru <B>Frank Hvam</B>, <B>Jón Gnarr</B>, Björn Gustafsson og Dagfinn Lyngbo. Þættirnir eru um grín á Norðurlöndunum sem Frímanni finnst náttúrulega ekki merkilegur pappír, enda menntaður í Bretlandi. „Við erum búnir að vera í Svíþjóð, Noregi, Danmörku og á Íslandi. Eigum eftir að fara til Finnlands og svo Bretlands. Og málið er að Frímann Gunnarsson er að gera úttekt á gríni frá Norðurlöndunum," segir Gunnar Hansson, leikari og Vespusali með meiru. Óskilgetið afkvæmi Gunnars, sjónvarpsmaðurinn Frímann, snýr því aftur á skjá landsmanna og að þessu sinni eru það grínistar frá öllum Norðurlöndunum sem þurfa að kljást við þetta mikla ólíkindatól. „Frímann er náttúrulega menntaður í Bretlandi og finnst eiginlega allt grín sem ekki kemur þaðan vera drasl," segir Gunnar en meðal þeirra sem Frímann ræðir við er sjálfur Klovn-kóngurinn Frank Hvam. Þá er verið að vinna í mjög stóru nafni frá Bretlandi til að taka þátt í þessum óhefðbundna heimildarþætti en Gunnar vildi ekki gefa upp hver það væri. „Þetta er svona „mockumentary", allir koma fram undir réttu nafni en þættirnir fara fljótlega út af sporinu, fara að snúast um eitthvað allt annað en upphaflega var gert ráð fyrir." Til að koma öllu ferlinu af stað var byrjað á Íslandi. „Við fengum Jón Gnarr til að vera með okkur. Sem var mjög gott því Jón er mikill pælari," segir Gunnar. Sá þáttur var síðan textaður á ensku og sendur öllum grínistum. „Þeir voru alveg ótrúlega hrifnir af Jóni og þarna sáu þeir hvað við vorum að pæla og þá var stærsti sigurinn eiginlega unnin," útskýrir Gunnar sem vill lítið gefa upp um innihald þáttanna, staðfestir þó að í íslenska þættinum megi sjá Jón Gnarr á golfvelli með haglabyssu. Og Gunnar viðurkennir að það hafi ekki verið leiðinlegt að vinna með Frank Hvam. „Hann sýndi á sér gersamlega nýja hlið. Ég er ekkert líkur Frímanni í raunveruleikanum og Frank er ekkert líkur Frank úr Klovn þannig að þetta var svolítið fyndið; tveir menn að ræða alteregóin saman. Við vorum að undirbúa þáttinn í tvo daga með honum og fórum gersamlega á flug. Þetta var bara frábært," útskýrir Gunnar sem tekur það skýrt fram að þættirnir séu ekki hluti af Sigtinu heldur eitthvað algjörlega nýtt. Gunnar segir það hafa komið sér á óvart hversu lokuð Norðurlöndin séu fyrir gríni frá hvor öðrum; þannig sé til dæmis bara nýbyrjað að sýna Klovn-þættina á hinum Norðurlöndunum. Meðal annarra grínara sem Frímann ræðir við má nefna Björn Gustafsson, einn stærsta kómíker Svía og Dagfinn Lyngbo sem trónir á toppi norsku grínsenunnar um þessar mundir. freyrgigja@frettabladid.is Mest lesið Walking Dead-leikkona látin Lífið Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Lífið Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Lífið Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Lífið Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Lífið Kveður föður sinn með tilvitnun í Hunter S. Thompson Lífið Egill, Valgeir og Sigurður Bjóla saman á sviði í fyrsta sinn síðan 1976 Lífið samstarf Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Lífið Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Lífið „Mig langar ekki lengur að deyja“ Lífið Fleiri fréttir Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Kveður föður sinn með tilvitnun í Hunter S. Thompson Walking Dead-leikkona látin Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Gekk hringinn í kringum landið fyrir vannærð börn í Afríku Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Terry Reid látinn Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum „Mig langar ekki lengur að deyja“ Loni Anderson er látin „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Calvin Harris orðinn faðir Rod Stewart sýnir Ozzy taka sjálfur í himnaríki Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Sjá meira
„Við erum búnir að vera í Svíþjóð, Noregi, Danmörku og á Íslandi. Eigum eftir að fara til Finnlands og svo Bretlands. Og málið er að Frímann Gunnarsson er að gera úttekt á gríni frá Norðurlöndunum," segir Gunnar Hansson, leikari og Vespusali með meiru. Óskilgetið afkvæmi Gunnars, sjónvarpsmaðurinn Frímann, snýr því aftur á skjá landsmanna og að þessu sinni eru það grínistar frá öllum Norðurlöndunum sem þurfa að kljást við þetta mikla ólíkindatól. „Frímann er náttúrulega menntaður í Bretlandi og finnst eiginlega allt grín sem ekki kemur þaðan vera drasl," segir Gunnar en meðal þeirra sem Frímann ræðir við er sjálfur Klovn-kóngurinn Frank Hvam. Þá er verið að vinna í mjög stóru nafni frá Bretlandi til að taka þátt í þessum óhefðbundna heimildarþætti en Gunnar vildi ekki gefa upp hver það væri. „Þetta er svona „mockumentary", allir koma fram undir réttu nafni en þættirnir fara fljótlega út af sporinu, fara að snúast um eitthvað allt annað en upphaflega var gert ráð fyrir." Til að koma öllu ferlinu af stað var byrjað á Íslandi. „Við fengum Jón Gnarr til að vera með okkur. Sem var mjög gott því Jón er mikill pælari," segir Gunnar. Sá þáttur var síðan textaður á ensku og sendur öllum grínistum. „Þeir voru alveg ótrúlega hrifnir af Jóni og þarna sáu þeir hvað við vorum að pæla og þá var stærsti sigurinn eiginlega unnin," útskýrir Gunnar sem vill lítið gefa upp um innihald þáttanna, staðfestir þó að í íslenska þættinum megi sjá Jón Gnarr á golfvelli með haglabyssu. Og Gunnar viðurkennir að það hafi ekki verið leiðinlegt að vinna með Frank Hvam. „Hann sýndi á sér gersamlega nýja hlið. Ég er ekkert líkur Frímanni í raunveruleikanum og Frank er ekkert líkur Frank úr Klovn þannig að þetta var svolítið fyndið; tveir menn að ræða alteregóin saman. Við vorum að undirbúa þáttinn í tvo daga með honum og fórum gersamlega á flug. Þetta var bara frábært," útskýrir Gunnar sem tekur það skýrt fram að þættirnir séu ekki hluti af Sigtinu heldur eitthvað algjörlega nýtt. Gunnar segir það hafa komið sér á óvart hversu lokuð Norðurlöndin séu fyrir gríni frá hvor öðrum; þannig sé til dæmis bara nýbyrjað að sýna Klovn-þættina á hinum Norðurlöndunum. Meðal annarra grínara sem Frímann ræðir við má nefna Björn Gustafsson, einn stærsta kómíker Svía og Dagfinn Lyngbo sem trónir á toppi norsku grínsenunnar um þessar mundir. freyrgigja@frettabladid.is
Mest lesið Walking Dead-leikkona látin Lífið Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Lífið Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Lífið Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Lífið Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Lífið Kveður föður sinn með tilvitnun í Hunter S. Thompson Lífið Egill, Valgeir og Sigurður Bjóla saman á sviði í fyrsta sinn síðan 1976 Lífið samstarf Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Lífið Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Lífið „Mig langar ekki lengur að deyja“ Lífið Fleiri fréttir Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Kveður föður sinn með tilvitnun í Hunter S. Thompson Walking Dead-leikkona látin Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Gekk hringinn í kringum landið fyrir vannærð börn í Afríku Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Terry Reid látinn Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum „Mig langar ekki lengur að deyja“ Loni Anderson er látin „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Calvin Harris orðinn faðir Rod Stewart sýnir Ozzy taka sjálfur í himnaríki Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Sjá meira