Frímann og Frank Hvam ræða saman um gamanmál 25. júní 2009 03:45 Ólíkindatól af bestu gerð Meðal þeirra sem <B>Frímann Gunnarsson </B>ræðir við í nýrri seríu sem hefur hlotið nafnið Mér er Mál...Gamanmál eru <B>Frank Hvam</B>, <B>Jón Gnarr</B>, Björn Gustafsson og Dagfinn Lyngbo. Þættirnir eru um grín á Norðurlöndunum sem Frímanni finnst náttúrulega ekki merkilegur pappír, enda menntaður í Bretlandi. „Við erum búnir að vera í Svíþjóð, Noregi, Danmörku og á Íslandi. Eigum eftir að fara til Finnlands og svo Bretlands. Og málið er að Frímann Gunnarsson er að gera úttekt á gríni frá Norðurlöndunum," segir Gunnar Hansson, leikari og Vespusali með meiru. Óskilgetið afkvæmi Gunnars, sjónvarpsmaðurinn Frímann, snýr því aftur á skjá landsmanna og að þessu sinni eru það grínistar frá öllum Norðurlöndunum sem þurfa að kljást við þetta mikla ólíkindatól. „Frímann er náttúrulega menntaður í Bretlandi og finnst eiginlega allt grín sem ekki kemur þaðan vera drasl," segir Gunnar en meðal þeirra sem Frímann ræðir við er sjálfur Klovn-kóngurinn Frank Hvam. Þá er verið að vinna í mjög stóru nafni frá Bretlandi til að taka þátt í þessum óhefðbundna heimildarþætti en Gunnar vildi ekki gefa upp hver það væri. „Þetta er svona „mockumentary", allir koma fram undir réttu nafni en þættirnir fara fljótlega út af sporinu, fara að snúast um eitthvað allt annað en upphaflega var gert ráð fyrir." Til að koma öllu ferlinu af stað var byrjað á Íslandi. „Við fengum Jón Gnarr til að vera með okkur. Sem var mjög gott því Jón er mikill pælari," segir Gunnar. Sá þáttur var síðan textaður á ensku og sendur öllum grínistum. „Þeir voru alveg ótrúlega hrifnir af Jóni og þarna sáu þeir hvað við vorum að pæla og þá var stærsti sigurinn eiginlega unnin," útskýrir Gunnar sem vill lítið gefa upp um innihald þáttanna, staðfestir þó að í íslenska þættinum megi sjá Jón Gnarr á golfvelli með haglabyssu. Og Gunnar viðurkennir að það hafi ekki verið leiðinlegt að vinna með Frank Hvam. „Hann sýndi á sér gersamlega nýja hlið. Ég er ekkert líkur Frímanni í raunveruleikanum og Frank er ekkert líkur Frank úr Klovn þannig að þetta var svolítið fyndið; tveir menn að ræða alteregóin saman. Við vorum að undirbúa þáttinn í tvo daga með honum og fórum gersamlega á flug. Þetta var bara frábært," útskýrir Gunnar sem tekur það skýrt fram að þættirnir séu ekki hluti af Sigtinu heldur eitthvað algjörlega nýtt. Gunnar segir það hafa komið sér á óvart hversu lokuð Norðurlöndin séu fyrir gríni frá hvor öðrum; þannig sé til dæmis bara nýbyrjað að sýna Klovn-þættina á hinum Norðurlöndunum. Meðal annarra grínara sem Frímann ræðir við má nefna Björn Gustafsson, einn stærsta kómíker Svía og Dagfinn Lyngbo sem trónir á toppi norsku grínsenunnar um þessar mundir. freyrgigja@frettabladid.is Mest lesið Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Lífið Háar hæðir og lágar lægðir Justins Bieber Lífið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Logi og Hallveig keyptu hús í 101 Lífið Jói Fel ástfanginn, trúlofaður og fluttur í Hveragerði Lífið Sjáðu þrjátíu sekúndur af atriði VÆB í Eurovision Lífið VÆB opnar verslun í Kringlunni Lífið Reyndi við þrjár milljónir Lífið Óhræddir við raunverulegar tilfinningar Tónlist Daði Freyr og Árný keyptu einbýli á 86 milljónir Lífið Fleiri fréttir Arnór Ingvi og Andrea skinu skært í sænsku konungshöllinni Sjáðu þrjátíu sekúndur af atriði VÆB í Eurovision VÆB opnar verslun í Kringlunni Reyndi við þrjár milljónir Ný heimildarmynd Attenborough sýnir eyðileggingu í höfum jarðar Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Logi og Hallveig keyptu hús í 101 Jói Fel ástfanginn, trúlofaður og fluttur í Hveragerði Háar hæðir og lágar lægðir Justins Bieber Fleiri Eurovision-farar vilja Ísrael úr keppni Typpi í einu gati, tæki í öðru Ný stikla úr GTA VI Allt til alls til að kenna björgun mannslífa Daði Freyr og Árný keyptu einbýli á 86 milljónir Sígild sumarterta að hætti Dana Verzló vann MORFÍs Héldu upp á eins árs afmæli Heiðdísar Emblu Handtekinn eftir að hafa keyrt niður hliðið að heimili Aniston Jóhanna og Geir trúlofuðu sig við Eiffel-turninn Plönuðu skemmtileg stefnumót fyrir fjögur þúsund krónur Fyrsti opinberi kossinn í þrítugsafmælinu Réttarhöld yfir Diddy hafin: Á lífstíðarfangelsi yfir höfði sér Lára og lyfjaprinsinn eignuðust stúlku Stjörnulífið: Drottningar á Bessastöðum Áttu sturlaða stund á Times Square The Wire og Sopranos-leikari látinn Var ekki beðinn um að skrifa meira á RÚV eftir pistilinn 2022 Björgólfur og Kristín í fimmtugsafmæli Beckham Katrín Tanja og Brooks eiga von á barni Frábær þjóðbúningamessa í Fljótshlíð Sjá meira
„Við erum búnir að vera í Svíþjóð, Noregi, Danmörku og á Íslandi. Eigum eftir að fara til Finnlands og svo Bretlands. Og málið er að Frímann Gunnarsson er að gera úttekt á gríni frá Norðurlöndunum," segir Gunnar Hansson, leikari og Vespusali með meiru. Óskilgetið afkvæmi Gunnars, sjónvarpsmaðurinn Frímann, snýr því aftur á skjá landsmanna og að þessu sinni eru það grínistar frá öllum Norðurlöndunum sem þurfa að kljást við þetta mikla ólíkindatól. „Frímann er náttúrulega menntaður í Bretlandi og finnst eiginlega allt grín sem ekki kemur þaðan vera drasl," segir Gunnar en meðal þeirra sem Frímann ræðir við er sjálfur Klovn-kóngurinn Frank Hvam. Þá er verið að vinna í mjög stóru nafni frá Bretlandi til að taka þátt í þessum óhefðbundna heimildarþætti en Gunnar vildi ekki gefa upp hver það væri. „Þetta er svona „mockumentary", allir koma fram undir réttu nafni en þættirnir fara fljótlega út af sporinu, fara að snúast um eitthvað allt annað en upphaflega var gert ráð fyrir." Til að koma öllu ferlinu af stað var byrjað á Íslandi. „Við fengum Jón Gnarr til að vera með okkur. Sem var mjög gott því Jón er mikill pælari," segir Gunnar. Sá þáttur var síðan textaður á ensku og sendur öllum grínistum. „Þeir voru alveg ótrúlega hrifnir af Jóni og þarna sáu þeir hvað við vorum að pæla og þá var stærsti sigurinn eiginlega unnin," útskýrir Gunnar sem vill lítið gefa upp um innihald þáttanna, staðfestir þó að í íslenska þættinum megi sjá Jón Gnarr á golfvelli með haglabyssu. Og Gunnar viðurkennir að það hafi ekki verið leiðinlegt að vinna með Frank Hvam. „Hann sýndi á sér gersamlega nýja hlið. Ég er ekkert líkur Frímanni í raunveruleikanum og Frank er ekkert líkur Frank úr Klovn þannig að þetta var svolítið fyndið; tveir menn að ræða alteregóin saman. Við vorum að undirbúa þáttinn í tvo daga með honum og fórum gersamlega á flug. Þetta var bara frábært," útskýrir Gunnar sem tekur það skýrt fram að þættirnir séu ekki hluti af Sigtinu heldur eitthvað algjörlega nýtt. Gunnar segir það hafa komið sér á óvart hversu lokuð Norðurlöndin séu fyrir gríni frá hvor öðrum; þannig sé til dæmis bara nýbyrjað að sýna Klovn-þættina á hinum Norðurlöndunum. Meðal annarra grínara sem Frímann ræðir við má nefna Björn Gustafsson, einn stærsta kómíker Svía og Dagfinn Lyngbo sem trónir á toppi norsku grínsenunnar um þessar mundir. freyrgigja@frettabladid.is
Mest lesið Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Lífið Háar hæðir og lágar lægðir Justins Bieber Lífið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Logi og Hallveig keyptu hús í 101 Lífið Jói Fel ástfanginn, trúlofaður og fluttur í Hveragerði Lífið Sjáðu þrjátíu sekúndur af atriði VÆB í Eurovision Lífið VÆB opnar verslun í Kringlunni Lífið Reyndi við þrjár milljónir Lífið Óhræddir við raunverulegar tilfinningar Tónlist Daði Freyr og Árný keyptu einbýli á 86 milljónir Lífið Fleiri fréttir Arnór Ingvi og Andrea skinu skært í sænsku konungshöllinni Sjáðu þrjátíu sekúndur af atriði VÆB í Eurovision VÆB opnar verslun í Kringlunni Reyndi við þrjár milljónir Ný heimildarmynd Attenborough sýnir eyðileggingu í höfum jarðar Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Logi og Hallveig keyptu hús í 101 Jói Fel ástfanginn, trúlofaður og fluttur í Hveragerði Háar hæðir og lágar lægðir Justins Bieber Fleiri Eurovision-farar vilja Ísrael úr keppni Typpi í einu gati, tæki í öðru Ný stikla úr GTA VI Allt til alls til að kenna björgun mannslífa Daði Freyr og Árný keyptu einbýli á 86 milljónir Sígild sumarterta að hætti Dana Verzló vann MORFÍs Héldu upp á eins árs afmæli Heiðdísar Emblu Handtekinn eftir að hafa keyrt niður hliðið að heimili Aniston Jóhanna og Geir trúlofuðu sig við Eiffel-turninn Plönuðu skemmtileg stefnumót fyrir fjögur þúsund krónur Fyrsti opinberi kossinn í þrítugsafmælinu Réttarhöld yfir Diddy hafin: Á lífstíðarfangelsi yfir höfði sér Lára og lyfjaprinsinn eignuðust stúlku Stjörnulífið: Drottningar á Bessastöðum Áttu sturlaða stund á Times Square The Wire og Sopranos-leikari látinn Var ekki beðinn um að skrifa meira á RÚV eftir pistilinn 2022 Björgólfur og Kristín í fimmtugsafmæli Beckham Katrín Tanja og Brooks eiga von á barni Frábær þjóðbúningamessa í Fljótshlíð Sjá meira