Lífið

Bo: Michael er hinn svarti Elvis

Björgvin hafði mjög gaman af tónlist Michael Jackson og dáðist að fagmennskunni á plötunum.
Björgvin hafði mjög gaman af tónlist Michael Jackson og dáðist að fagmennskunni á plötunum.

„Ég hafði mjög gaman af tónlistinni hans og dáðist af fagmennskunni á plötunum. Bæði lagasmíði og upptökutækninni. Þær plötur sem standa upp úr eru auðvitað trílógina mikla: Off the Wall, Thriller og Bad."

„Þetta eru plötur sem standa upp úr í sögunni," segir Björgvin Halldórsson þegar Vísir biður hann um að minnast Michael Jackson sem lést í gær aðeins 50 ára gamall.

„Ekki má gleyma Quincy Jones sem var hans hægri hönd á þessum plötum. Hann var auðvitað ótrúlegur sem ellefu ára gamall strákur sem söng eins og fullorðinn maður með reynslu," segir Bo.

„Hann var snillingur sem naut aðstoðar margra aðra snillinga til að fullkomna sína list. Hann er hinn svarti Elvis. Hann var einn frægasti skemmtikraftur jarðarinnar og verður ódauðlegur nú eftir dauða sinn."

„Hann var listamaður sem læstist inní ímynd sinni og barðist við drauga frægðarinnar. Hann mun lifa í list sinni sem hann skilur eftir. Ekki skiptir máli hvað þú tekur með þér , heldur það sem þú skilur eftir þegar þú ferð. Ótrúlegur listamaður sem hafði hin mestu áhrif á dægurtónlist síðari áratuga," segir Björgvin að lokum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.