Lífið

Nína doktor

Nína Margrét Grímsdóttir
Nína Margrét Grímsdóttir

Nína Margrét Grímsdóttir píanóleikari varði hinn 2. júní sl. doktorsritgerð sína við tónlistardeild Graduate Center of the City University of New York. Andmælandi var dr. Sylvia Kahan, prófessor í píanóleik og tónlistarfræðum við CUNY Graduate Center og College of Staten Island. Titill doktorsritgerðarinnar er: „The Piano Works of Páll Ísólfsson (1893-1974) – A Diverse Collection.“

Ritgerðin birtir frumrannsóknir á píanóverkum Páls Ísólfssonar frá tónlistarfræðilegu- og tónlistarsögulegu sjónarmiði, þ.m.t. frumbirtingar átta handrita auk handritsútgáfu Tilbrigða um sönglag eftir Ísólf Pálsson. Ritgerðinni fylgir geisladiskur með píanóverkum Páls Ísólfssonar sem Nína Margrét hljóðritaði fyrir BIS Records í Svíþjóð árið 2001 og tilnefndur var til Íslensku tónlistarverðlaunanna sama ár.

Nína Margrét starfar við píanóleik og kennir við Listaháskóla Íslands og Tónlistarskólann í Reykjavík. Hún er gift Styrkári Hendrikssyni, forstöðumanni markaðsviðskipta hjá MP Banka, og eiga þau einn son, Kjartan Örn.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.