Lífið

Viðeyjarhátíð haldin á morgun

Frá Viðeyjarhátíð árið 2008. Mynd/Eva María Þórarinsdóttir
Frá Viðeyjarhátíð árið 2008. Mynd/Eva María Þórarinsdóttir
Viðeyjarhátíðin verður haldin á morgun með miklum glæsibrag. Eva María Þórarinsdóttir, einn skipuleggjenda, segir þessa árlegu gleðihátíð hafa fest sig í sessi sem frábær skemmtun og samverustund fyrir alla fjölskylduna.

Eva María segir alla geta fundið eitthvað við sitt hæfi og notið þess að rölta um eyjuna. Margs konar tilboð verði á veitingum og þjónustu.Viðeyingafélagið tekur á móti gestum í félagsheimili sínu. Í lok dags verður stiginn dans í skólanum við undirleik Varsjárbandalagsins og þá verður kveiktur Jónsmessuvarðeldur.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.