Lífið

Tíu kvikmyndir keppa um Óskarinn

Slumdog Millionaire var kjörin besta myndin á síðustu Óskarshátíð.
Slumdog Millionaire var kjörin besta myndin á síðustu Óskarshátíð.

Tíu kvikmyndir verða tilnefndar sem besta myndin á Óskars­verðlaunahátíðinni á næsta ári í stað fimm eins og venjan hefur verið. Með þessu vilja skipu­leggjendurnir auka fjölbreytni myndanna sem keppa um þennan eftirsótta titil og gefa fleiri vin­sælum myndum tækifæri til að láta ljós sitt skína. Þetta verður í fyrsta sinn síðan 1943 sem tíu myndir keppa í þessum flokki.

Margir voru óánægðir með að hin vinsæla The Dark Knight skyldi ekki hafa verið tilnefnd sem besta myndin á síðustu Óskars­verð­launum. Ástæðan fyrir breytingunum er þó fyrst og fremst dvínandi áhorf á hátíðina. Upp kom sú hugmynd um að skipta myndunum tíu í tvo flokka; drama- og gamanmyndir eins og á Golden Globe-verðlaununum, en því var hafnað.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.