Lífið

Fincher leikstýrir Facebook

Ameríski draumurinn Óhætt er hægt að segja að Mark Zuckerberg lifi ameríska drauminn til fulls en vinasamfélag hans á netinu, Facebook, hefur slegið öll met. NOrdic Photos/Getty Images
Ameríski draumurinn Óhætt er hægt að segja að Mark Zuckerberg lifi ameríska drauminn til fulls en vinasamfélag hans á netinu, Facebook, hefur slegið öll met. NOrdic Photos/Getty Images AP

Bandaríski leikstjórinn David Fincher er þessa dagana orðaður við kvikmynd um Facebook-ævintýrið. Fincher þarf vart að kynna fyrir kvikmyndaáhugamönnum, eftir hann liggja verk á borð við Seven, The Game og nú síðast The Curious Case of Benjamin Button. Að ógleymdu Rolling Stones-myndbandinu sem nýjasta Vodafone-auglýsingin á Íslandi vísar svo sterkt til.

Facebook er reyndar í svipuðum sporum og Fincher, þetta vinasamfélag hefur slegið gjörsamlega öll met á netinu, er orðið að hálfgerðu tákni fyrir samskiptamáta 21. aldarinnar og milljónir manna nota vefsíðuna til að endurnýja kynni við löngu horfna skólafélaga og ástvini. Vefsíðan hefur jafnframt orðið kveikjan að ástarsamböndunum og skilnuðum þannig að vegir vinasamfélagsins eru nánast órannsakanlegir. Meira að segja mótmælendur í Íran nota Facebook til að koma á framfæri myndböndum og myndum af harðræðinu sem þeir hafa mátt þola frá klerkastjórninni í Teheran.

Aaron Sorkin er að skrifa handrit um þessa hugmynd Mark Zuckerberg en Facebook fæddist í Harvard og var upphaflega hugsað sem tengslanet milli nemenda háskólans, en talið er að í dag séu yfir tvö hundruð milljónir notenda skráðir á Facebook. Framleiðendur myndarinnar um þetta fyrirbæri eru Scott Rudin, Mike DeLuca og Kevin Spacey sem vilja hefja störf sem fyrst og ráðgert er að tökur hefjist 2010.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.