Lífið

Tónskáld mótmæla

Steinunn Sigurðardóttir, hönnuður og þrætuepli.
fréttablaðið/hari
Steinunn Sigurðardóttir, hönnuður og þrætuepli. fréttablaðið/hari

Enn halda áfram opinber mótmæli vegna afstöðu fulltrúa Bandalags íslenskra listamanna í Menningarmálanefnd Reykjavíkur sem fettu fingur út í þá ákvörðun nefndarinnar að velja Steinunni Sigurðardóttur sem Borgarlistamann 2009. Nú hefur borist yfirlýsing frá stjórn Tónskáldafélags Íslands varðandi útnefninguna.

„Að gefnu tilefni vill stjórn Tónskáldafélags Íslands koma eftirfarandi á framfæri varðandi útnefningu Steinunnar Sigurðardóttur fatahönnuðar sem borgarlistamanns Reykjavíkurborgar árið 2009.

Stjórn BÍL hefur aldrei fjallað um útnefningu borgarlistamanns 2009. Sú yfirlýsing sem áheyrnar­fulltrúar BÍL í Menningar- og ferðamálaráði Reykjavíkurborgar – þau Ágúst Guðmundsson, forseti BÍL, og Áslaug Thorlacius, formaður SÍM, hafa sett fram varðandi útnefningu Steinunnar Sigurðardóttur fatahönnuðar í nafni BÍL – nýtur því ekki stuðnings Tónskáldafélags Íslands.

Þá harmar stjórn Tónskáldafélagsins að íslenskir listamenn séu dregnir inn í slíkar umræður með þessum hætti.

Að lokum óskar stjórn Tónskáldafélags Íslands Steinunni Sigurðardóttur fatahönnuði til hamingju með útnefninguna sem borgarlistamaður Reykjavíkurborgar árið 2009. F.h. stjórnar, Kjartan Ólafsson, formaður.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.