Lífið

Robbie yfirheyrður á Bahamas

Poppstjarnan Robbie Williams.
Poppstjarnan Robbie Williams.
Breska poppstjarnan Robbie Williams var nýverið yfirheyrður af lögreglunni á Bahamas-eyjum í tengslum við innbrot hjá tveimur ljósmyndurum sem höfðu skömmu áður myndað fyrrum Take That stjörnuna.

Ljósmyndararnir vilja meina að þeir hafi lent í rifrildi við Williams og föruneyti hans eftir að þeir tóku myndir af honum á ströndinni.

Lögregla hefur staðfest að söngvarinn var yfirheyrður en hann mun ekki vera grunaður um að hafa brotist inn til ljósmyndaranna og rænt vinnutækjum þeirra en andvirði þeirra er metið á tæplega þrjár milljónir króna.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.