Lífið

Logi Geirs: Thriller og We are the World í uppáhaldi

Logi heldur upp á Thriller lagið eins og svo margir aðrir.
Logi heldur upp á Thriller lagið eins og svo margir aðrir.

Handboltakapparnir Logi Geirsson og Björgvin Páll Gústavsson halda umtalaðasta teiti helgarinnar á skemmtistaðnum Oliver annaðkvöld.

Vísir hafði samband við Loga til að kanna viðbrögð hans við fráfalli Michael Jackson og hvort hans verði minnst annaðkvöld á einhvern hátt.

Logi ætlaði á tónleika með Michael í sumar.

„Thriller og We are the World voru mín uppáhaldslög. Það er alveg klárt að Michael verður bæði spilaður í græjunum og læf með trúbadornum okkar á morgun," segir Logi. 

 

„Hann er einn alflottasti og hæfileikaríkasti tónlistarmaður sem hefur stígið á þessa plánetu." 

 

„Það sem að hann kannski hafði umfram flesta aðra tónlistarmenn var að tónleikarnir hjá honum voru eitt stórt „show". Ég var búinn að skoða það hvort ég kæmist á tónleika hjá honum í sumar," segir Logi að lokum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.