Lífið

Efron breytir til

í alvarlegri hlutverk Efron vill nú reyna að losna undan sætabrauðs­ímyndinni og leikur stórt hlutverk í erótískum trylli.
í alvarlegri hlutverk Efron vill nú reyna að losna undan sætabrauðs­ímyndinni og leikur stórt hlutverk í erótískum trylli.

Bandaríska táningsstjarnan Zac Efron ætlar sé ekki bara að vera frægur fyrir snoppufrítt andlit og hlutverk sitt í High School Musical. Því vill hann venda kvæði sínu í kross og hefur samið um að leika í erótískum trylli. Þetta hefur vakið nokkra kátínu meðal erlendra kvikmyndablaðamanna sem líkja Efron við Gosa. Blaðamaður Empire segir að Disney sé skaparinn sem vilji halda honum heima við, í öruggu umhverfi þar sem hann malar gull á unglingsstjörnum. Þeir verði hins vegar á einhverjum tímapunkti að hleypa honum út í hinn vonda heim.

Efron var lengi vel orðaður við endurgerðina á Footloose en ákvað að gefa það hlutverk frá sér, þótti það of líkt High School Musical. Ekki er komið nafn á þennan erótíska trylli en handritshöfundurinn og framleiðandinn er Leslie Dixon. Dixon og Efron hafa reyndar unnið saman áður, við kvikmyndina Hairspray.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.