Lífið

Hátíð í Hallgrímskirkju

Björn Steinar Sólbergsson, organisti Hallgrímskirkju, hefur orgelsumarið í kirkjunni á morgun kl. 17.Mynd/Listafélag Hallgrímskirkju
Björn Steinar Sólbergsson, organisti Hallgrímskirkju, hefur orgelsumarið í kirkjunni á morgun kl. 17.Mynd/Listafélag Hallgrímskirkju



Tónleikaröðin er haldin undir merkjum Listvinafélags Hallgrímskirkju og hefur verið árlegur viðburður frá því að Klais-orgel kirkjunnar var vígt 1992.

Alþjóðlegt orgelsumar og Klais-orgel Hallgrímskirkju hafa ávallt laðað að sér framúrskarandi listamenn og svo er einnig í sumar. Organista, sem koma víða að og flytja okkur fjölbreytta orgeltónlist, bæði frá heimalandi sínu og einnig þekktar orgelperlur. Meðal flytjenda í ár má nefna Andreas Sieling, dómorganista í Berlín, Roger Sayer, dómorganista í Rochester í Englandi, og Susan Landale, sem er meðal virtustu konsertorganista í heiminum í dag. Að þessu sinni er tónskáldið Felix Mendelssohn-Barth­oldy í öndvegi. Mendelssohn fæddist í Hamborg í Þýskalandi 1809 og er þess minnst víða um heim að 200 ár eru liðin frá fæðingu hans. Í Hallgrímskirkju verða öll helstu verk hans fyrir orgel flutt á Alþjóðlega orgelsumrinu 2009.

Orgelhátíðin hefst á morgun með með opnunartónleikum Björns Steinars Sólbergssonar organista í Hallgrímskirkju kl. 17. Tónleikarnir verða svo haldnir á hverjum sunnudegi kl. 17 til og með 16. ágúst.

Á fimmtudögum kl. 12.15 í sumar verða tónleikar í Dómkirkjunni í Reykjavík þar sem íslenskir orgelleikarar koma fram ýmist einir eða með gestum. Tónleikarnir eru á vegum Félags íslenskra organleikara í samvinnu við Listvinafélag Hallgrímskirkju. Fyrstu tónleikarnir eru haldnir 2. júlí og síðan verða tónleikar á hverjum fimmtudegi til 6. ágúst.

Listvinafélag Hallgrímskirkju stendur einnig fyrir hádegis­tónleikum í kirkjunni á miðvikudögum kl. 12 í júlí og ágúst í sumar. Þar kemur fram hinn margrómaði kammerkór Schola cantorum, sem mun flytja íslenska og erlenda kórtónlist.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.