Lífið

The Killers undirbýr nýja plötu

Hljómsveitin The Killers frá Las Vegas er að undirbúa nýja plötu sem er væntanleg á þessu ári.
Hljómsveitin The Killers frá Las Vegas er að undirbúa nýja plötu sem er væntanleg á þessu ári.

Hljómsveitin The Killers frá Las Vegas ætlar að ljúka við nýja plötu með lögum eftir aðra tónlistarmenn á þessu ári.

„Þetta er eitthvað sem við höfum lengi talað um að gera og erum enn að tala um það,“ sagði söngvarinn Brandon Flowers. „Okkur finnst erfitt að velja lög sem skilgreina hvern og einn okkar sem einstakling. Ég er til dæmis margslunginn persónuleiki sjálfur. Ég fíla alls konar tónlist, þar á meðal Neil Diamond og The Cars.“

Trommarinn Ronnie Vanucci vill sjálfur hafa lög eftir Genesis, Tom Waits, Cyndi Lauper og Iggy Pop á plötunni. Hann er einnig að velta fyrir sér nokkrum lögum með hinni vinsælu Fleet Foxes. Vanucci segir að The Killers ætli að vinna að plötunni á tónleikaferð sinni um heiminn sem stendur nú yfir. Þeir félagar tóku upptökugræjur með sér í ferðalagið og ætla að vera duglegir að taka upp um leið og þeim gefst frítími frá tónleikahaldinu.

The Killers verða annars önnum kafnir í sumar því á meðal tónlistarhátíða sem hún ætlar að heimsækja eru Rock Werchter-hátíðin í Belgíu, T in the Park í Bretlandi og Lollapalooza í Bandaríkjunum. Í haust tekur síðan við umfangsmikil tónleikakaferð um Bandaríkin.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.