Lífið

Ellen Kristjáns: Mér fannst hann æðislegur

Minningin lifir áfram um frábæran listamann, segir Ellen Kristjánsdóttir söngkona um Michael Jackson.
Minningin lifir áfram um frábæran listamann, segir Ellen Kristjánsdóttir söngkona um Michael Jackson.

„Hann var bara einstakur skemmtikraftur af líf og sál en höndlaði ekki þennan frægðarsirkus," segir Ellen Kristjánsdóttir söngkona aðspurð um Michael Jackson sem féll frá í fyrradag.

„Mér fannst hann æðislegur, sérstaklega þegar hann var ungur. Uppáhaldslagið mitt er I´ll be there. Elstu stelpurnar mínar og bræðrabörn fannst hann ótrúlega frábær og á tímabili Thrillers var sungið og dansað alla daga og plaköt um alla veggi."

„Sorglegt hvernig fór fyrir Michael í lokin en minningin lifir áfram um frábæran listamann," segir Ellen.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.