Lífið

Árni Johnsen ræktar kalkúna

árni johnsen
Hann, og félaga hans Úteyingana, skortir ekki hugmyndaflugið en þeir hafa komið fyrir kalkúnum úti í Bjarnarey.
árni johnsen Hann, og félaga hans Úteyingana, skortir ekki hugmyndaflugið en þeir hafa komið fyrir kalkúnum úti í Bjarnarey.

„Við erum alveg sannfærðir um að þeir séu frá Frakklandi. París. Þeir tala í það minnsta frönsku,” segir Árni Johnsen alþingismaður.

Hann, og nokkrir Úteyingar félagar hans, hafa tekið uppá því að koma fyrir sjö kalkúnum í Bjarnarey. Nú þegar þetta spyrst er það í kjölfar fregna um að lundastofninn láti mjög á sjá og draga þurfi úr veiðum á lunda. Árni segir að nú þurfi stærri háfa en segir af og frá að kalkúnninn komi í stað lundans. Það verði seint.

„Kalkúnar eru duglegir fuglar. Harðgerir. Ef þeir komast yfir tvær til þrjár vikur eru þeir duglegir að bjarga sér. En það er passað vel upp á þá. Þeir hafa fína aðstöðu, eru þarna í girðingu, hafa skýli og fá fóður. Þetta er allt mjög óformlegt. Þetta eru nokkrir Úteyingar sem hafa gaman af að prófa hlutina,“ segir Árni léttur í bragði. Hann lýsir því að mjög gaman hafi verið að því að fylgjast með þegar þeir voru hífðir upp í eyna, hundrað og tuttugu metra, þegar þeir stungu hausnum út og virtu veröldina fyrir sér. Sannarlega önnur sýn á tilveruna en þeir hafa lokaðir inni í kalkúnabúum.

„Neinei, við höfum engar hugmyndir um sérstaka framtíð í þessu eða stórtækar aðgerðir. Þetta er, eins og sagt er á kaldrifjuðu máli: Þetta er ein veisla.“- jbg






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.