Timberlake og Lohan rífast 26. júní 2009 05:00 Lindsay Lohan Lífið og tilveran er ekki einföld í heimi hinna ríku og frægu. Og hún er ansi flókin, sagan af Justin Timberlake og Lindsay Lohan í New York. New York Post, eitt helsta stjörnublað New York-borgar, greindi frá því á miðvikudaginn að Justin hefði neitað að dansa við Lindsay Lohan á skemmtistaðnum Avenue sem er í miðju Chelsea-hverfinu. Sjónarvottar sögðu við blaðið að vandræðagripurinn hefði reynt að stíga í vænginn við söngvarann en hann hefði verið snöggur til og afþakkað boð um stuttan dans ansi hastarlega. Enda hefði það eflaust litið illa út ef unnusta hans, leikkonan Jessica Biel, hefði frétt af slíku uppátæki því fjölmiðlar þar vestra hefðu ekki verið lengi að þefa slíkt upp. Líkt og Hallgerður launaði Gunnari kinnhestinn ákvað Lindsay að gera Justin töluverðan grikk. Því samkvæmt fyrstu fréttum fór Lindsay rakleiðis inn á Twitter-síðu sína eftir skemmtistaðarferðina og gerði það að umtalsefni að Justin hefði gert sér dælt við nokkrar stúlkur inni á barnum með ágætis árangri. Og fjölmiðlar þar vestra voru ekki lengi að gera þessa færslu að fréttamat og reyndu að hafa uppi á Justin til að spyrja hann hvort þetta væri satt; að hann hefði gerst sekur um framhjáhald inni á bar í New York. Fréttin tók nokkra snúninga, meðal annars kom eigandi Avenue, Noah Tepperpberg, Justin til varnar í samtali við vefsíðuna Page Six og vísaði Twitter-fullyrðingum Lohan á bug. „Ég var með honum allt kvöldið og ég get fullvissað ykkur um að hann gerði ekkert af sér. Ég er meira að segja með öryggismyndavélar sem sanna mál mitt," sagði Noah. Lindsay sendi í kjölfarið frá sér yfirlýsingu þar sem hún sagðist ekkert hafa með þessa færslu að gera, einhver hefði brotist inn á síðuna hennar og skrifað þessa lygi í hennar nafni. Menn geta síðan velt vöngum yfir því hvaða tölvunjörður var staddur í sömu veislu og Lindsay Lohan og Justin Timberlake. Mest lesið Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Lífið Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ Lífið Vance á von á barni Lífið Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Lífið Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Lífið Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Lífið Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Lífið Kjólasaga Brooklyns loðin Tíska og hönnun Halla T meðal sofandi risa Menning Opinberar erjur Beckham-fjölskyldunnar: „Ég vil ekki sættast við fjölskyldu mína“ Lífið Fleiri fréttir Vance á von á barni Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ „Ég hef aldrei séð dansandi poka“ Eldri bróðir lagði línur að lífinu í New York Opinberar erjur Beckham-fjölskyldunnar: „Ég vil ekki sættast við fjölskyldu mína“ Fagna tíu árum af ást Þekkja Kringlugestir borgarstjórann? Aron Mola ástfanginn í bíó Krútteyjurnar Ischia og Sikiley: Ástu leist ekki á einnar evru húsin Rybak snýr aftur en frægir bræður sniðganga Havana-heilkennið heldur áfram að kveikja samsæriskenningar Stjörnulífið: Áslaug náði ekki að tala Trump til „Kynlíf okkar hjóna hefur breyst mikið síðustu ár“ Greipur telur Trump hafa ruglast á Grænlandi og Íslandi „Ég er til í að gera allt svo ég þurfi ekki að grafa þriðja barnið mitt í viðbót“ Krakkatía vikunnar: Fjöll, friðarsúlan og geimurinn Auðunn Lúthersson selur austurbæjarperlu Skautafjör á Laugarvatni í dag Fréttatía vikunnar: Bruni, Grænland og handbolti Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Svona heldur Rakel sér unglegri Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Sjá meira
Lífið og tilveran er ekki einföld í heimi hinna ríku og frægu. Og hún er ansi flókin, sagan af Justin Timberlake og Lindsay Lohan í New York. New York Post, eitt helsta stjörnublað New York-borgar, greindi frá því á miðvikudaginn að Justin hefði neitað að dansa við Lindsay Lohan á skemmtistaðnum Avenue sem er í miðju Chelsea-hverfinu. Sjónarvottar sögðu við blaðið að vandræðagripurinn hefði reynt að stíga í vænginn við söngvarann en hann hefði verið snöggur til og afþakkað boð um stuttan dans ansi hastarlega. Enda hefði það eflaust litið illa út ef unnusta hans, leikkonan Jessica Biel, hefði frétt af slíku uppátæki því fjölmiðlar þar vestra hefðu ekki verið lengi að þefa slíkt upp. Líkt og Hallgerður launaði Gunnari kinnhestinn ákvað Lindsay að gera Justin töluverðan grikk. Því samkvæmt fyrstu fréttum fór Lindsay rakleiðis inn á Twitter-síðu sína eftir skemmtistaðarferðina og gerði það að umtalsefni að Justin hefði gert sér dælt við nokkrar stúlkur inni á barnum með ágætis árangri. Og fjölmiðlar þar vestra voru ekki lengi að gera þessa færslu að fréttamat og reyndu að hafa uppi á Justin til að spyrja hann hvort þetta væri satt; að hann hefði gerst sekur um framhjáhald inni á bar í New York. Fréttin tók nokkra snúninga, meðal annars kom eigandi Avenue, Noah Tepperpberg, Justin til varnar í samtali við vefsíðuna Page Six og vísaði Twitter-fullyrðingum Lohan á bug. „Ég var með honum allt kvöldið og ég get fullvissað ykkur um að hann gerði ekkert af sér. Ég er meira að segja með öryggismyndavélar sem sanna mál mitt," sagði Noah. Lindsay sendi í kjölfarið frá sér yfirlýsingu þar sem hún sagðist ekkert hafa með þessa færslu að gera, einhver hefði brotist inn á síðuna hennar og skrifað þessa lygi í hennar nafni. Menn geta síðan velt vöngum yfir því hvaða tölvunjörður var staddur í sömu veislu og Lindsay Lohan og Justin Timberlake.
Mest lesið Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Lífið Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ Lífið Vance á von á barni Lífið Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Lífið Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Lífið Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Lífið Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Lífið Kjólasaga Brooklyns loðin Tíska og hönnun Halla T meðal sofandi risa Menning Opinberar erjur Beckham-fjölskyldunnar: „Ég vil ekki sættast við fjölskyldu mína“ Lífið Fleiri fréttir Vance á von á barni Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ „Ég hef aldrei séð dansandi poka“ Eldri bróðir lagði línur að lífinu í New York Opinberar erjur Beckham-fjölskyldunnar: „Ég vil ekki sættast við fjölskyldu mína“ Fagna tíu árum af ást Þekkja Kringlugestir borgarstjórann? Aron Mola ástfanginn í bíó Krútteyjurnar Ischia og Sikiley: Ástu leist ekki á einnar evru húsin Rybak snýr aftur en frægir bræður sniðganga Havana-heilkennið heldur áfram að kveikja samsæriskenningar Stjörnulífið: Áslaug náði ekki að tala Trump til „Kynlíf okkar hjóna hefur breyst mikið síðustu ár“ Greipur telur Trump hafa ruglast á Grænlandi og Íslandi „Ég er til í að gera allt svo ég þurfi ekki að grafa þriðja barnið mitt í viðbót“ Krakkatía vikunnar: Fjöll, friðarsúlan og geimurinn Auðunn Lúthersson selur austurbæjarperlu Skautafjör á Laugarvatni í dag Fréttatía vikunnar: Bruni, Grænland og handbolti Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Svona heldur Rakel sér unglegri Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Sjá meira