Lífið

Enn meiri rómantík hjá Heigl

Katherine heigl Heigl hefur tekið að sér aðalhlutverkið í rómantísku gamanmyndinni Life As We Know It.
Katherine heigl Heigl hefur tekið að sér aðalhlutverkið í rómantísku gamanmyndinni Life As We Know It.

Leikkonan Katherine Heigl, sem sló í gegn í læknaþáttunum Grey"s Anatomy, hefur tekið að sér aðalhlutverkið í rómantísku gamanmyndinni Life As We Know It.

Heigl hefur verið að færa sig upp á skaftið í kvikmyndaheiminum og svo virðist sem rómantískar gamanmyndir ætli að verða aðalsmerki hennar í Hollywood. Síðasta mynd hennar var brúðkaupsgrínið 27 Dresses þar sem hún lék eilífðar brúðarmær og næsta mynd hennar áður en Life As We Know It fer á hvíta tjaldið nefnist The Ugly Truth sem fjallar um samskipti kynjanna.

Life As We Know It fjallar annars um tvær manneskjur sem verða fyrir miklu áfalli þegar sameiginlegur vinur þeirra deyr í slysi. Samkvæmt erfðaskránni eiga þær að sjá um unga dóttur vinarins og ljóst að það á síður en svo eftir að ganga áfallalaust fyrir sig.

Þess má geta að Heigl leikur ekki aðeins aðalhlutverkið í myndinni heldur framleiðir hún hana einnig í samstarfi við móður sína Nancy. Leikstjóri verður Greg Berlanti sem er maðurinn á bak við sjónvarpsþætti á borð við Dirty Sexy Money, Brothers and Sisters og Dawsons"s Creek.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.