Lífið

Dúett Ólafar og Megasar

ólöf arnalds
ólöf arnalds

Megas og Ólöf Arnalds halda tónleika á Café Rosenberg miðvikudaginn 1. júlí. Þar munu þau spila hvort í sínu lagi og einnig nokkur lög saman.

Tónleikarnir eru samstarfsverkefni tímaritsins Reykjavík Grape­vine og Félags tónskálda og textahöfunda. Verkefnið nefnist Fuglabúrið og er hluti af Íslensku tónlistarsumri Samtóns. Fyrstu tónleikarnir í þessari tónleikaröð voru haldnir 11. júní þegar mæðgurnar Bryndís Jakobsdóttir og Ragnhildur Gísladóttir stigu á svið.

Tónleikar Megasar og Ólafar Arnalds hefjast klukkan 21 og kostar 1.000 krónur inn.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.