Djammstöðum fjölgar enn 25. júní 2009 06:00 Þrír staðir í einu húsi Jón Pálmar opnar barinn Bakkus í húsinu þar sem Gaukur á Stöng var áður. Þar verða því þrír skemmtistaðir. Jón Pálmar segir að kreppan skapi líka tækifæri fyrir fólk.fréttablaðið/arnþór Skemmtistaðir virðast þrífast vel í kreppunni því opnaðir verða þrír nýir skemmtistaðir nú á næstunni. Svo virðist sem Íslendingar ætli sér að dansa burt allar kreppuáhyggjur sínar ef dæma má allan þann fjölda skemmtistaða sem eru að fara að hefja rekstur í miðbæ Reykjavíkur. Fyrir skemmstu voru opnaðir skemmtistaðirnir Karamba og Barbara við Laugaveg 22. Rokkbúllan Sódóma Reykjavík leit dagsins ljós í byrjun mars og þykir öflugur tónleikastaður. Innan skamms mun enn bætast í litríka flóru skemmtistaða bæjarins því þrír nýir staðir verða enn opnaðir í sumar. Skemmti- og veitingastaðurinn Austur verður opnaður við Austurstræti 7 í byrjun júlí, en hönnuðurinn Hrafnhildur Hólmgeirsdóttir og hárgúrúinn Jón Atli Helgason sjá um að innrétta staðinn. Þess má geta að Hrafnhildur sá meðal annars um að innrétta skemmtistaðinn Boston sem þykir sérstaklega smekklegur. Bakkus er nafnið á nýjum bar sem einnig er fyrirhugað að opna um miðjan júlí. Barinn verður til húsa við Tryggvagötu 22, þar sem Gaukur á Stöng var áður. Þar eru nú fyrir Sódóma Reykjavík og London Reykjavík. Alls verða því þrír skemmtistaðir í húsinu. „Þetta verður hálfgerð listabúlla,“ segir Jón Pálmar Sigurðsson, einn þriggja eigenda staðarins. „Við ætlum að leggja áherslu á góða tónlist en ætlum ekki að vera með plötusnúða til að byrja með. Svo ætlum við að halda listasýningar hérna af og til.“ Á staðnum verður einnig boðið upp á gott úrval af vodka sem verður sérpantað fyrir staðinn. Aðspurður segir Jón Pálmar að kreppan sé honum ekki mikið áhyggjuefni. „Ég held að mér hafi boðist þetta tækifæri einmitt vegna kreppunnar. Ég hefði aldrei haft efni á því að opna bar í góðærinu.“ Tónleikastaðnum Organ á að skipta í tvo minni skemmtistaði og verður áfram tónleikastaður á efri hæðinni en í kjallara hússins verður diskótek. Gunnar Már Þráinsson, eigandi staðanna, segir að til að byrja með verði aðeins opið um helgar. „Staðurinn í kjallaranum hefur hlotið nafnið Kjallarinn og þar verðum við með plötusnúða um helgar sem mun leika fyrir dansi. Við ætlum líka að bjóða gestum okkar upp á gott úrval af hanastélum og um leið reyna að stilla verðinu í hóf,“ segir Gunnar Már. Ætlunin er að opna báða staðina í byrjun júlí. Einnig er fyrirhugað að opna tónleikastað við Klapparstíg 30, þar sem skemmtistaðurinn Sirkus var áður til húsa. Staðurinn mun heita Polar-bar. Eigandinn Loftur Loftsson sagði við Morgunblaðið fyrir skemmstu að staðurinn yrði opnaður 1. júlí. Hann vildi ekki tjá sig frekar við Fréttablaðið. sara@frettabladid.is Mest lesið Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Lífið Háar hæðir og lágar lægðir Justins Bieber Lífið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Logi og Hallveig keyptu hús í 101 Lífið Jói Fel ástfanginn, trúlofaður og fluttur í Hveragerði Lífið Sjáðu þrjátíu sekúndur af atriði VÆB í Eurovision Lífið VÆB opnar verslun í Kringlunni Lífið Reyndi við þrjár milljónir Lífið Óhræddir við raunverulegar tilfinningar Tónlist Daði Freyr og Árný keyptu einbýli á 86 milljónir Lífið Fleiri fréttir Arnór Ingvi og Andrea skinu skært í sænsku konungshöllinni Sjáðu þrjátíu sekúndur af atriði VÆB í Eurovision VÆB opnar verslun í Kringlunni Reyndi við þrjár milljónir Ný heimildarmynd Attenborough sýnir eyðileggingu í höfum jarðar Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Logi og Hallveig keyptu hús í 101 Jói Fel ástfanginn, trúlofaður og fluttur í Hveragerði Háar hæðir og lágar lægðir Justins Bieber Fleiri Eurovision-farar vilja Ísrael úr keppni Typpi í einu gati, tæki í öðru Ný stikla úr GTA VI Allt til alls til að kenna björgun mannslífa Daði Freyr og Árný keyptu einbýli á 86 milljónir Sígild sumarterta að hætti Dana Verzló vann MORFÍs Héldu upp á eins árs afmæli Heiðdísar Emblu Handtekinn eftir að hafa keyrt niður hliðið að heimili Aniston Jóhanna og Geir trúlofuðu sig við Eiffel-turninn Plönuðu skemmtileg stefnumót fyrir fjögur þúsund krónur Fyrsti opinberi kossinn í þrítugsafmælinu Réttarhöld yfir Diddy hafin: Á lífstíðarfangelsi yfir höfði sér Lára og lyfjaprinsinn eignuðust stúlku Stjörnulífið: Drottningar á Bessastöðum Áttu sturlaða stund á Times Square The Wire og Sopranos-leikari látinn Var ekki beðinn um að skrifa meira á RÚV eftir pistilinn 2022 Björgólfur og Kristín í fimmtugsafmæli Beckham Katrín Tanja og Brooks eiga von á barni Frábær þjóðbúningamessa í Fljótshlíð Sjá meira
Skemmtistaðir virðast þrífast vel í kreppunni því opnaðir verða þrír nýir skemmtistaðir nú á næstunni. Svo virðist sem Íslendingar ætli sér að dansa burt allar kreppuáhyggjur sínar ef dæma má allan þann fjölda skemmtistaða sem eru að fara að hefja rekstur í miðbæ Reykjavíkur. Fyrir skemmstu voru opnaðir skemmtistaðirnir Karamba og Barbara við Laugaveg 22. Rokkbúllan Sódóma Reykjavík leit dagsins ljós í byrjun mars og þykir öflugur tónleikastaður. Innan skamms mun enn bætast í litríka flóru skemmtistaða bæjarins því þrír nýir staðir verða enn opnaðir í sumar. Skemmti- og veitingastaðurinn Austur verður opnaður við Austurstræti 7 í byrjun júlí, en hönnuðurinn Hrafnhildur Hólmgeirsdóttir og hárgúrúinn Jón Atli Helgason sjá um að innrétta staðinn. Þess má geta að Hrafnhildur sá meðal annars um að innrétta skemmtistaðinn Boston sem þykir sérstaklega smekklegur. Bakkus er nafnið á nýjum bar sem einnig er fyrirhugað að opna um miðjan júlí. Barinn verður til húsa við Tryggvagötu 22, þar sem Gaukur á Stöng var áður. Þar eru nú fyrir Sódóma Reykjavík og London Reykjavík. Alls verða því þrír skemmtistaðir í húsinu. „Þetta verður hálfgerð listabúlla,“ segir Jón Pálmar Sigurðsson, einn þriggja eigenda staðarins. „Við ætlum að leggja áherslu á góða tónlist en ætlum ekki að vera með plötusnúða til að byrja með. Svo ætlum við að halda listasýningar hérna af og til.“ Á staðnum verður einnig boðið upp á gott úrval af vodka sem verður sérpantað fyrir staðinn. Aðspurður segir Jón Pálmar að kreppan sé honum ekki mikið áhyggjuefni. „Ég held að mér hafi boðist þetta tækifæri einmitt vegna kreppunnar. Ég hefði aldrei haft efni á því að opna bar í góðærinu.“ Tónleikastaðnum Organ á að skipta í tvo minni skemmtistaði og verður áfram tónleikastaður á efri hæðinni en í kjallara hússins verður diskótek. Gunnar Már Þráinsson, eigandi staðanna, segir að til að byrja með verði aðeins opið um helgar. „Staðurinn í kjallaranum hefur hlotið nafnið Kjallarinn og þar verðum við með plötusnúða um helgar sem mun leika fyrir dansi. Við ætlum líka að bjóða gestum okkar upp á gott úrval af hanastélum og um leið reyna að stilla verðinu í hóf,“ segir Gunnar Már. Ætlunin er að opna báða staðina í byrjun júlí. Einnig er fyrirhugað að opna tónleikastað við Klapparstíg 30, þar sem skemmtistaðurinn Sirkus var áður til húsa. Staðurinn mun heita Polar-bar. Eigandinn Loftur Loftsson sagði við Morgunblaðið fyrir skemmstu að staðurinn yrði opnaður 1. júlí. Hann vildi ekki tjá sig frekar við Fréttablaðið. sara@frettabladid.is
Mest lesið Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Lífið Háar hæðir og lágar lægðir Justins Bieber Lífið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Logi og Hallveig keyptu hús í 101 Lífið Jói Fel ástfanginn, trúlofaður og fluttur í Hveragerði Lífið Sjáðu þrjátíu sekúndur af atriði VÆB í Eurovision Lífið VÆB opnar verslun í Kringlunni Lífið Reyndi við þrjár milljónir Lífið Óhræddir við raunverulegar tilfinningar Tónlist Daði Freyr og Árný keyptu einbýli á 86 milljónir Lífið Fleiri fréttir Arnór Ingvi og Andrea skinu skært í sænsku konungshöllinni Sjáðu þrjátíu sekúndur af atriði VÆB í Eurovision VÆB opnar verslun í Kringlunni Reyndi við þrjár milljónir Ný heimildarmynd Attenborough sýnir eyðileggingu í höfum jarðar Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Logi og Hallveig keyptu hús í 101 Jói Fel ástfanginn, trúlofaður og fluttur í Hveragerði Háar hæðir og lágar lægðir Justins Bieber Fleiri Eurovision-farar vilja Ísrael úr keppni Typpi í einu gati, tæki í öðru Ný stikla úr GTA VI Allt til alls til að kenna björgun mannslífa Daði Freyr og Árný keyptu einbýli á 86 milljónir Sígild sumarterta að hætti Dana Verzló vann MORFÍs Héldu upp á eins árs afmæli Heiðdísar Emblu Handtekinn eftir að hafa keyrt niður hliðið að heimili Aniston Jóhanna og Geir trúlofuðu sig við Eiffel-turninn Plönuðu skemmtileg stefnumót fyrir fjögur þúsund krónur Fyrsti opinberi kossinn í þrítugsafmælinu Réttarhöld yfir Diddy hafin: Á lífstíðarfangelsi yfir höfði sér Lára og lyfjaprinsinn eignuðust stúlku Stjörnulífið: Drottningar á Bessastöðum Áttu sturlaða stund á Times Square The Wire og Sopranos-leikari látinn Var ekki beðinn um að skrifa meira á RÚV eftir pistilinn 2022 Björgólfur og Kristín í fimmtugsafmæli Beckham Katrín Tanja og Brooks eiga von á barni Frábær þjóðbúningamessa í Fljótshlíð Sjá meira