Lífið

Ráðstefna rokkara

morðingjarnir Hljómsveitin Morðingjarnir stígur á svið annað kvöld ásamt Deep Jimi and the Zep Creams.
morðingjarnir Hljómsveitin Morðingjarnir stígur á svið annað kvöld ásamt Deep Jimi and the Zep Creams.

Heljarinnar þungarokksveisla verður haldin á Sódómu Reykjavík annað kvöld. Deep Jimi and the Zep Creams og Morðingjarnir stíga á svið, fjórir þungarokksfróðir plötusnúðar þeyta skífum og keppt verður í spurningakeppni þar sem þungarokk verður vitaskuld í forgrunni. Einnig verður dregið í Metal-happadrætti. Þeir sem mæta í klæðnaði sem hæfir hátíð sem þessari geta átt von á glaðningi og aðstandendur lofa einnig glæstum vinningum í spurningakeppninni.

Staðurinn Sódóma verður skreyttur ríkulega af tilefninu og ógleymanlegum myndskeiðum úr sögu þungarokksins verður varpað á tjald. Kvöldið er hugsað sem nokkurs konar gleðifyllt rokkráðstefna þungarokkara af öllu tagi og eru sem flestir hvattir til að láta sjá sig. Kvöldið hefst stundvíslega klukkan 20 og er aðgangseyrir 1.000 krónur.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.