Lífið

Daniel Craig leikur í hryllingsmynd

Flytur í draumahúsið Daniel Craig hyggst leika í hryllingsmyndinni The Dreamhouse sem leikstýrt er af Jim Sheridan.
Flytur í draumahúsið Daniel Craig hyggst leika í hryllingsmyndinni The Dreamhouse sem leikstýrt er af Jim Sheridan.

Bond-leikarinn Daniel Craig er að ná samningum við Morgan Creek-framleiðslufyrirtækið um að leika í hryllingsmyndinni The Dreamhouse eða Draumahúsið. Leikstjóri verður Jim Sheridan en handritið er eftir David Loucka. Myndin segir frá fjölskylduföður sem telur sig hafa fundið draumahúsið handa fjölskyldu sinni. Allt fer hins vegar á versta veg þegar fyrrum eigendur hússins fara að ofsækja fjölskylduna.

Craig er víst með nokkra menn á sínum snærum til að útvega honum sem fjölbreyttust hlutverk þannig að hann festist ekki um of við James Bond-rulluna sem hann hefur reyndar leikið með miklum glæsibrag. Þannig hefur hann samið um að leika á Broadway í verki sem heitir A Steady Rain og hefur mikinn hug á því að leika í myndinni The Eagle of the Ninth sem er sögð gerast á tímum Rómaveldis.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.