Lífið

Baggalútur: Sleginn yfir fréttunum

Karl Sigurðsson er sleginn yfir fregnum af andláti Michael eins og heimurinn allur.
Karl Sigurðsson er sleginn yfir fregnum af andláti Michael eins og heimurinn allur.

„Ég varð mjög sleginn þegar ég frétti af andláti Michaels enda hafði ég mikið álit á honum sem tónlistarmanni og manneskju, jafnvel þótt við höfum þroskast hvor í sína áttina - þó kannski aðallega á tónskalanum," segir Karl Sigurðsson meðlimur Baggalúts aðspurður um hans viðbrögð við óvæntu andláti Michael Jackson.

 

„Mitt uppáhaldslag með Michael er líklega lagið „Ben" sem hann tók upp árið 1972 aðeins fjórtán ára gamall. Þetta lag, sem var titillag kvikmyndar um morðóðu gælurottuna Ben, er svo hugljúft að Michael táraðist jafnan þegar hann flutti hann á sviði."

„Og það hefur líklega verið þessi djúpa innlifun Michaels sem hafði einna mest áhrif á mig og má í raun segja að þarna hafi ég lært að flytja tónlist ávallt af heilum hug, hvert svo sem umfjöllunarefnið er," segir Karl.

 

Baggalútur gaf nýverið út sumarlagið „Saman við á ný". Lagið má nálgast á Baggalúts-vefnum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.