Fleiri fréttir

Þræði mig eftir stórvirkjunum

"Þetta eru ákveðin fjölskyldusöguleg tímamót hjá mér," segir Sigurður Gylfi Magnússon sagnfræðingur og vísar til kaupa danska málningarvöruframleiðandans Flugger á Hörpu-Sjöfn. "Fjölskylda mín keypti sig inn í Hörpu-Sjöfn árið 1961 og karl faðir minn stjórnaði því til ársins 1991."

Skrifa upp á Kannabis

Stjórnvöld í Kanada ætla innan skamms að gefa læknum grænt ljós á að skrifa upp á lyf sem framleitt er úr kannabisefnum, til handa fólki sem þjáist af MS-sjúkdómnum. Lyfið verður sett á markað á næstu mánuðum. Margir MS-sjúklingar reykja þegar Kannabisefni til þess að lina þjáningar sínar og slík efni hafa einnig gefist vel fyrir þá sem þjást af liðagigt.

Íslandsvinur ákærður

Rapparinn Young Buck, sem kom hingað til lands ásamt Fifty Cent og félögum í sumar hefur verið ákærður fyrir að stinga mann með hnífi á tónlistarverðlaunum tímaritsins VIBE í nóvember. Buck brást ókvæða við þegar félagi hans, Dr. Dre var kýldur niður af óþekktum ástæðum og hefndi fyrir doktorinn með því að stinga árásarmanninn með þeim afleiðingum að annað lunga hans féll saman.

Flugeldasýning í minningu Ragnars

Feðgarnir Örn og Einar Páll Kjærnested og fjölskyldur þeirra leggja út fyrir flugeldasýningu í Mosfellsbæ um áramótin. Peningana leggja þeir fram til minningar um Ragnar Björnsson, sem lést eftir að á hann var ráðist á sveitakránni Ásláki í Mosfellsbæ fyrr í mánuðinum.

Fundað um Fischer í hádeginu

Haldinn verður fundur um Bobby Fischer í Iðnó í Reykjavík í hádeginu í dag þar sem sagt verður frá ævi bandaríska skáksnillingsins, sem varð heimsmeistari í "einvígi allra tíma" í Reykjavík árið 1972. Á fundinum á að segja frá ávinningnum sem einvígið hafði í för með sér fyrir landið.

Amaryllis

Amaryllis er glæsilegt stofublóm sem oft verður áberandi í kringum jólin. Amaryllis er laukur, oft kallaður riddarastjarna og er fáanlegur í rauðum lit, hvítum og tvílitur.

Vá, fimm Hallgrímskirkjuturnar

"Hallgrímskirkja hlýtur að vera mín uppáhaldsbygging í Reykjavík," segir Huldar Breiðfjörð rithöfundur. "Mér finnst byggingin mjög flott og hún stendur frábærlega vel, hefur alltaf verið þarna og verður alltaf þarna. Hallgrímskirkja er Reykjavík."

Mæðgur saman með bók

Mæðgurnar Íris Ósk og Svava Egilson standa saman að barnabókinni Blómið og býflugan sem er nýkomin út. Dóttirin, Íris Ósk sem er aðeins sextán ára, skrifaði söguna en móðirin, Svava, myndskreytti.

Allir fengu hyasintu

Tæplega 90 nemendur voru útskrifaðir úr Borgarholtsskóla um helgina. Fengu allir hýasintu vioð útskriftina í tilefni jólanna.

Lyftan komin vel á veg

Unnið er hörðum höndum að uppsetningu nýrrar stólalyftu í Kóngsgili í Bláfjöllum, en gert er ráð fyrir að hún verði tekin í gagnið þann 20. janúar. Frakkar og Íslendingar vinna að uppsetningu mannvirkisins, en steypan sem fór í undirstöðurnar hefði dugað í nokkur einbýlishús.

Hvítum ljónum bjargað

Útlit er fyrir að það takist að bjarga hvítum ljónum frá útrýmingu, því gengið hefur vonum framar að venja þau á að búa á verndarsvæði í Suður-Afríku. Nýverið fæddust þrír ungar og er það í fyrsta sinn í þrjátíu ár sem hvítir ljónsungar fæðast í villtri náttúru.

96 ára í fullu fjöri

Dorothy Geeben, 96 ára, er talin vera elsti starfandi borgarstjóri í Bandaríkjunum. Geeben er borgarstjóri í Ocean Park í Flórída en yngsti borgarbúinn þar er 55 ára. Hún ætlar sér að sitja til loka núverandi kjörtímabils sem rennur út árið 2006, en þá verður hún 98 ára gömul.

Koss í þágu tannhirðu

Apoteket, Lyfjaverslun sænska ríkisins, tilkynnti í gær að hún ætlaði að standa fyrir atlögu að heimsmetinu í kossi.

Skipin í landi um jól og áramót

Kristján Vilhelmsson, framkvæmdastjóri útgerðasviðs Samherja, segir hluta veiðanna í ár hafa gengið mjög vel. Þó hafi loðnuvertíðin í ársbyrjun verið skrítin vegna inngripa stjórnvalda. Óvissa um magnið sem mátti veiða segir hann hafa sett sitt mark á veiðarnar í upphafi.

Enginn tími til hátíðahalda

Lúðvík S. Georgsson verkfræðingur er fimmtíu og fimm ára í dag. Lúðvík er aðstoðarskólastjóri Jarðhitaskóla Háskóla Sameinuðu þjóðanna. En Lúðvík er líka KR-ingur af lífi og sál. Hann hefur um árabil staðið fyrir flugeldasölu KR og tekur sér frí frá jarðhitaskólanum á meðan. Tímamótin hringdu í Lúðvík. Við byrjuðum á að spyrja um flugeldana.

Gítar Bítlanna fór á 40 milljónir

Gítar sem George Harrison og John Lennon spiluðu á í hljóðupptökum Bítlanna seldist á nær 40 milljónir króna á stærsta rokkuppboði sögunnar í gær. Kaupandi gítarsins, sem er Gibson rafmagnsgítar, er óþekktur og bauð hann í gripinn í gegnum síma.

Nylon sem ekki krumpast?

Stúlkurnar í hljómsveitinni Nylon segjast hafa upplifað einstakt ævintýri undanfarna mánuði en vinnan hafi verið mikil. Þær vilja endast lengi í bransanum, en vonast þó til þess að verða ekki eins krumpaðar og strákarnir í Rolling Stones.

Megum aldrei sofna á verðinum

Þennan dag árið 1974 féllu snjóflóð í Neskaupstað. Þau eru Guðmundi Bjarnasyni, núverandi bæjarstjóra Fjarðabyggðar, fersk í minni. "Á þessum tíma var ég kennari við gagnfræðaskólann en átti auk þess sæti í ritnefnd héraðsfréttablaðsins Austurland og var þennan dag að búa jólablað Austurlands undir dreifingu.

Eplið og Eikin, eða Eiríkur

"Pabbi er minn uppáhalds blaðamaður. Hann skrifar svo fallega og á auðvelt með að láta allt syngja. Svo er hann fyndinn og gaman að lesa það sem hann skrifar. Ég þekki alltaf orðin hans, jafnvel þótt nafnið hans sé ekki undir greininni. Hann er svo helvíti dramatískur, hann pabbi," segir hún hlæjandi; nýjasti blaðamaðurinn í bænum og dóttir Eiríks Jónssonar; Hanna Eiríksdóttir.

Líður langbest á morgnana

Björg Eva Erlendsdóttir fréttakona á Ríkisútvarpinu er 44 ára í dag. Tímamót hringdu í Björgu, þar sem hún var við störf á Fréttastofu Útvarps.

Stærsta rokkuppboð sögunnar

Stærsta uppboð á rokkminjum í sögunni fór fram í New York í gær. Fjögur hundruð gripir voru þar boðnir upp, þ.á m. gítarar sem George Harrison og Keith Richards áttu, tónleikaföt Pauls McCartneys frá árinu 1963, ástarbréf sem Kurt Cobain skrifaði Courtney Love árið 1991 og einkunnablað Britney Spears frá því á níunda áratug síðustu aldar.

Spassky lofar Íslendinga

Stuðningsnefnd Bobbys Fischer hefur borist kveðja frá Boris Spassky, fyrrverandi heimsmeistara í skák. Í bréfinu þakkar Spassky íslensku þjóðinni fyrir að veita Fischer dvalarleyfi og býður hann fram aðstoð sína.

Fókus býður í bíó

Það er kominn föstudagur og <strong>Fókus fylgir með DV í dag</strong>. Þar er m.a. að finna ítarlega úttekt á hinni svölu <strong>Ocean´s Twelve</strong> og lesendum blaðsins er <strong>boðið á myndina</strong>. Þá fór Fókus á bifreiðaverkstæði og í tískubúð til að komast að því hverjar væru bestu bækur og plötur ársins. Forsíðuna þessa vikuna prýða plötusnúðagellurnar <strong>Ellen og Erna</strong>.

Pilsklæddar en spila ekki popp

Á forsíðu <strong>Fókus</strong>, sem fylgir <strong>DV í dag</strong>, eru tvær plötusnúðagellur, <strong>Ellen og Erna</strong>. Fókus barst til eyrna að þær væru að gera allt það gott sem plötusnúðar á Vegamótum og víðar. Stelpur sem eru plötusnúðar eru ekki á hverju strái þannig að forvitnin fékk að ráða og málið var kannað aðeins betur. </font /></b />

IDOL - Dómaraval í kvöld

Tveir síðustu keppendurnir verða valdir í 10 manna úrslit IDOL - stjörnuleitarinnar á Stöð 2 í kvöld. Dómararnir Sigga, Bubbi og Þorvaldur völdu 8 keppendur úr 24 manna hópnum sem voru úr leik til að keppa í dómaravalsþættinum. Tveir þeirra komast áfram í tíu manna hópinn sem keppir til úrsilta í Smáralindinni.

Smáralind fyllt af snjó

Félagsskapurinn sem kennir sig við <strong>Brettafélag Íslands</strong> hefur undanfarið verið duglegur við að skipuleggja alls konar uppákomur. Í dag verður Smáralindin fyllt af snjó þar sem til stendur að halda svokallað jibb session þar sem færustu snjóbrettamenn landsins munu láta ljós sitt skína. <strong>Ásgeir formaður</strong> sagði <strong>Fókus </strong>frá þessarri klikkuðu hugmynd.

Galdrastund með Skátum

Í <strong>Fókus</strong>, sem fylgir <strong>DV í dag</strong>, er hægt að finna allt sem er að gerast um helgina, m.a. tónleikadagskrá Smekkleysuplötubúðarinnar, sem er staðsett á Laugaveginum fyrir neðan Bónus. <strong>Ampop, Bacon, Skátar</strong> og <strong>Gísli Galdur</strong> koma fram í dag, á morgun og á sunnudag.

Galdrastund með Skátum

Í <strong>Fókus</strong>, sem fylgir <strong>DV í dag</strong>, er hægt að finna allt sem er að gerast í skemmtana-, tónlistar og bíóheimum helgarinnar, m.a. tónleika Smekkleysu plötubúðar, sem er staðsett á Laugaveginum fyrir neðan Bónus. Í dag klukkan 17 leikur hljómsveitin <strong>Ampop </strong>en <strong>Bacon</strong>, <strong>Skátar</strong> og <strong>Gísli Galdur</strong> verða á morgun og sunnudag.

Forgotten Lores og Hjálmar saman

Í <strong>Fókus,</strong> sem fylgir <strong>DV</strong> í dag, er hægt að finna allt sem er að gerast í skemmtana-, tónlistar og bíóheimum helgarinnar, m.a. reggí- og rapptónleikana í Rússlandi í <strong>Klink og Bank</strong> í kvöld. Þar koma fram <strong>Hjálmar</strong>, <strong>Forgotten Lores</strong>, Ant Lew og Maximum og Flökkudiskóið Sound System.

Markaðsvæðing tilfinninga

Viðskipti með egg úr konum hafa verið til umræðu eftir að frjógvunarfyrirtækið Art Medica tilkynnti að það myndi greiða konum fyrir egg sín, en mikill skortur mun vera á þeim. Landlæknir segir málið vera á gráðu svæði. Fréttablaðið spurði Bryndísi Valsdóttur, siðfræðing, álits

Þakkar fyrir stuðninginn

Ásta Jónsdóttir, ekkja Ragnars Björnssonar sem lést eftir árásina í Mosfellsbæ um síðustu helgi, þakkar stuðninginn við fjölskylduna undanfarna viku.

Óhemjuorka í Fríkirkjunni

Það verður mikið um dýrðir í Fríkirkjunni í Reykjavík í dag en þá gengst Sálarrannsóknarfélag Íslands fyrir svonefndri heilunarguðsþjónustu.

Elvis seldur

Elvis var seldur í dag. Lisa Marie Presley hefur selt Elvis Presley Enterprises, fyrirtæki sem hélt utan um dánarbú kóngsins. Hún heldur eftir persónulegum eigum og stjórnar Graceland en kaupandi fyrirtækisins á höfundarrétt að öllum verkum Presleys og sér um ferðamannamál tengd Graceland.

Síðustu sætin í úrslit Idol skipuð

Síðustu sætin í 10 manna úrslit Idol Stjörnuleitar í Smáralind voru skipuð í kvöld. Keppendur í dómaravalsþættinum voru hver öðrum betri, en gríðarlega mjótt var á munum milli efstu keppenda þegar kom að atkvæðagreiðslu þjóðarinnar. Að lokum voru það þau Davíð Smári Harðarsson og Lísebet Hauksdóttir, eða Lísa, sem urðu hlutskörpust.

Höll minninganna í Hollywood

Ólafur Jóhann Ólafsson hefur gert samning við einn virtasta kvikmyndaleikstjóra Hollywood um kvikmyndaréttinn að skáldsögu hans, Höll minninganna. Leikstjórinn er Liz Manne, sem hefur unnið með þekktustu kvikmyndagerðarmönnum heims á borð við Woody Allen, Stanley Cubrick, Jim Jarmusch og Jane Champion. </font /></b />

Misstu 56 kíló samanlagt

"Ég léttist um 35 kíló til að byrja með en fór svo að stunda líkamsræktina grimmt og þyngdist um nokkur kíló þannig að nú er ég 31 kílói léttari," segir Anna Heiða Pálsdóttir doktor í barnabókmenntum. Tímaritið <strong>Magasín</strong> fylgir DV á fimmtudögum.

Ég var gerandi en ekki þolandi

"Ég veit ekki hvernig þetta byrjaði allt saman. Líklega hefur þetta verið að þróast allt frá byrjun sambandsins en það var ekki fyrr en löngu síðar, þegar allt var orðið of seint, að ég áttaði mig á því að ég hafi beitt manninn minn andlegu ofbeldi." Tímarítið <strong>Magasín</strong> fylgir DV á fimmtudögum.

Vaskar upp í víðóma

Mér finnst langskemmtilegast að vaska upp," viðurkennir Páll Óskar Hjálmtýsson, tónlistarmaður með meiru, og hlær skemmtilega við þegar hann er spurður af hverju svo er. "Ég verð einfaldlega svo afskaplega stoltur af sjálfum mér þegar ég er búinn með verkið." 

Íslenskt te úr arabískum katli

Auður Ólafsdóttir, rithöfundur og listfræðingur, kann vel við sig í eldhúsinu sínu, einkum á þessum árstíma þar sem Landakotskirkju ber við rökkurhimininn í öllu sínu veldi í gegnum gluggann. Það er einkum tvennt í eldhúsinu sem hún telur sérstök þarfaþing: "

Demetra var gyðja uppskeru

Demetra nefnist ný verslun með kristal og handunnar glervörur á Skólavörðustíg 21a. Þar er Björg Blöndal hæstráðandi og það er líka hún sem á heiðurinn af mörgum munum sem til sölu eru. Björg er nefnilega glerkúnstner, nam handbragðið hjá Gler í gegn í Hafnarfirði. 

Dýrt lostæti rotnar

Endalok jarðsvepps sem keyptur var fyrir rúmar þrjár milljónir króna urðu þau að rotna í breskum ískáp. Nokkrir velstæðir viðskiptavinir veitingastaðarins Zafferano í London höfðu keypt lostætið frá Tuscany en vegna mikils áhuga á jarðsveppnum, var hann hafður til sýnis, nokkrum dögum of lengi. 

Bush úr öpum

List eða áróður er spurningin og forsvarsmenn listasafns í New York borg voru ekki lengi að komast að niðurstöðu. Í Chelsea market var opnuð sýning listamannsins Christopher Savido þar sem meðal annars gat að líta andlitsmynd af Bush Bandaríkjaforseta.

Fitna eftir giftingu

Karlmönnum sem kvænast í annað sinn hættir til að breytast í kyrrsetumenn um leið og hjónabandið hefst og fara að bæta á sig kílóum.

Birna Anna býður í heimsókn

Uppáhaldsstaðurinn í húsinu er lítið skot við hornglugga í eldhúsinu. Ég skrifaði bókina mína þarna og því má segja að þetta horn sé vinnustaðurinn minn en svo finnst mér líka bara gott að vera þarna, lesa og dunda mér í tölvunni. Þar af leiðandi eyði ég talsvert miklum tíma þarna á hverjum degi." Tímaritið <strong>Magasín</strong> fylgir DV á fimmtudögum.

Stóð upp úr hjólastólnum

Elísabet Reynisdóttir var nýbúin að eignast sitt annað barn þegar hún fór að finna fyrir undalegum veikindum sem komu í kjölfar kvefpestar. Smám saman ágerðust einkennin og hún missti allan mátt í líkamanum. Tímaritið <strong>Magasín</strong> fylgir DV á fimmtudögum.

Sjá næstu 50 fréttir