Höll minninganna í Hollywood 16. desember 2004 00:01 Einn þekktasti kvikmyndaframleiðandinn í Hollywood, Liz Manne, hefur samið við Ólaf Jóhann Ólafsson rithöfund um kvikmyndaréttinn að skáldsögu hans, Höll minninganna. "Liz Manne og eiginmaður hennar, Fred Burner, höfðu tekið sér helgarfrí og farið í Karíbahafið til að slaka á yfir helgi. Liz hafði gripið bókina með sér, las hana yfir helgina og hringdi beint í umboðsmann minn þegar hún kom til baka og lýsti yfir áhuga sínum á að kaupa kvikmyndaréttinn," segir Ólafur Jóhann. Liz Manne er þekktur og virtur framleiðandi sem hefur komið að ýmsum framúrskarandi verðlaunamyndum á borð við Shine eftir Stanley Kubrick og The Player og Short Cuts eftir Robert Altman. Þá hefur Liz Manne hefur unnið með listamönnum á borð við Woody Allen, Jane Campion, David Cronenberg, Jim Jarmusch og Roman Polanski. Ólafur Jóhann lagði mikla áherslu á að íslensku senurnar yrðu teknar á Íslandi. Hann mun hafa nokkuð um handritið að segja og mun verða handritshöfundi innan handar við gerð handritsins. "Liz er þegar farin að undirbúa handrit og er að reyna að koma sér niður á handritshöfund og jafnframt leikstjóra. Mestu máli skiptir er að að andi bókarinnar skili sér og að persónur og sögusvið lifni í myndinni," segir Ólafur. "Meginþráður bókarinnar verður jafnframt meginþráður kvikmyndarinnar," segir Ólafur. Ólafur Jóhann segist aðspurður ekki eiga erfitt með að sjá fyrir sér skáldsöguna í kvikmyndaformi. "Ég sé þetta fyrir mér á ákveðinn hátt. Maður gerir það náttúrulega þegar maður skrifar bækur, maður ímyndar sér myndir ásamt hljóði, orðum, andlitum, málrómi og öllum fjáran sem þar kemur saman. Þetta er eins konar blik í hausnum þegar maður skrifar," segir hann. Hann segir hins vegar of snemmt að tala um hver leiki aðalhlutverkin, eða hver muni leikstýra, enda mun i kvikmyndatakan ekki hefjast fyrr en að öllum líkindum fyrr en 2006. "Nokkrir koma til greina í aðalhlutverkið en eigum við ekki að segja að það verði að vera einhver sem gengur nógu mikið í augun á kvenfólkinu," segir Ólafur og hlær við. Eftir nokkurn þrýsting lætur hann það uppi að einhver hafi nefnt Viggo Mortensen sem hugsanlega aðalpersónu. Spurður um kostnað segir hann að myndin verð ekki ódýr í framleiðslu. Hversu dýr hún verði vill hann ekki segja en neitar því ekki að kostnaðurinn hlaupi á milljörðum króna. Þegar hann er spurður hve mikið hann fái greitt fyrir handritið segir hann: "Í mínum huga snýst þetta ekki um peninga. Samningar eru yfirleitt gerðir þannig að eitthvað er greitt fyrir réttinn en greiðslur til höfundar fara ekki fram fyrr en framleiðslan fer í gang og eru yfirleitt í hlutfalli við hversu dýr myndin er í framleiðslu," segir Ólafur. Ólafur staðfestir að greiðslur til hans gætu hlaupið á tugum milljóna. Innlent Menning Mest lesið „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Lífið Stjörnulífið: „Hann er pabbi minn“ Lífið Cosby Show-stjarna látin Lífið Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Lífið Ákváðu að vera um kyrrt á Englandi þegar Trump náði kjöri Lífið Stökk fjörutíu sinnum úr flugvél í Dubai Lífið Heimsfræg lesbía á leið til landsins Lífið „Fataskápurinn minn gerir ekki ráð fyrir sól“ Tíska og hönnun Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Lífið Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Lífið Fleiri fréttir Cosby Show-stjarna látin Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Heimsfræg lesbía á leið til landsins Stökk fjörutíu sinnum úr flugvél í Dubai Stjörnulífið: „Hann er pabbi minn“ „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Ákváðu að vera um kyrrt á Englandi þegar Trump náði kjöri Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Stór saga í litlum umbúðum: „Barnæskan mín er greypt í minnið“ Segir af sér eftir að Coldplay kom óvart upp um framhjáhaldið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Krakkatían: Barbie, forseti og flugstöð Charli xcx gifti sig „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Bragason leikur Zeldu prinsessu Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Ótrúleg upplifun að vera í algjöru myrkri á tónleikum Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Útilokar fimmta hjónabandið: „Ég held ég sé búinn með það“ Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Connie Francis er látin Sjá meira
Einn þekktasti kvikmyndaframleiðandinn í Hollywood, Liz Manne, hefur samið við Ólaf Jóhann Ólafsson rithöfund um kvikmyndaréttinn að skáldsögu hans, Höll minninganna. "Liz Manne og eiginmaður hennar, Fred Burner, höfðu tekið sér helgarfrí og farið í Karíbahafið til að slaka á yfir helgi. Liz hafði gripið bókina með sér, las hana yfir helgina og hringdi beint í umboðsmann minn þegar hún kom til baka og lýsti yfir áhuga sínum á að kaupa kvikmyndaréttinn," segir Ólafur Jóhann. Liz Manne er þekktur og virtur framleiðandi sem hefur komið að ýmsum framúrskarandi verðlaunamyndum á borð við Shine eftir Stanley Kubrick og The Player og Short Cuts eftir Robert Altman. Þá hefur Liz Manne hefur unnið með listamönnum á borð við Woody Allen, Jane Campion, David Cronenberg, Jim Jarmusch og Roman Polanski. Ólafur Jóhann lagði mikla áherslu á að íslensku senurnar yrðu teknar á Íslandi. Hann mun hafa nokkuð um handritið að segja og mun verða handritshöfundi innan handar við gerð handritsins. "Liz er þegar farin að undirbúa handrit og er að reyna að koma sér niður á handritshöfund og jafnframt leikstjóra. Mestu máli skiptir er að að andi bókarinnar skili sér og að persónur og sögusvið lifni í myndinni," segir Ólafur. "Meginþráður bókarinnar verður jafnframt meginþráður kvikmyndarinnar," segir Ólafur. Ólafur Jóhann segist aðspurður ekki eiga erfitt með að sjá fyrir sér skáldsöguna í kvikmyndaformi. "Ég sé þetta fyrir mér á ákveðinn hátt. Maður gerir það náttúrulega þegar maður skrifar bækur, maður ímyndar sér myndir ásamt hljóði, orðum, andlitum, málrómi og öllum fjáran sem þar kemur saman. Þetta er eins konar blik í hausnum þegar maður skrifar," segir hann. Hann segir hins vegar of snemmt að tala um hver leiki aðalhlutverkin, eða hver muni leikstýra, enda mun i kvikmyndatakan ekki hefjast fyrr en að öllum líkindum fyrr en 2006. "Nokkrir koma til greina í aðalhlutverkið en eigum við ekki að segja að það verði að vera einhver sem gengur nógu mikið í augun á kvenfólkinu," segir Ólafur og hlær við. Eftir nokkurn þrýsting lætur hann það uppi að einhver hafi nefnt Viggo Mortensen sem hugsanlega aðalpersónu. Spurður um kostnað segir hann að myndin verð ekki ódýr í framleiðslu. Hversu dýr hún verði vill hann ekki segja en neitar því ekki að kostnaðurinn hlaupi á milljörðum króna. Þegar hann er spurður hve mikið hann fái greitt fyrir handritið segir hann: "Í mínum huga snýst þetta ekki um peninga. Samningar eru yfirleitt gerðir þannig að eitthvað er greitt fyrir réttinn en greiðslur til höfundar fara ekki fram fyrr en framleiðslan fer í gang og eru yfirleitt í hlutfalli við hversu dýr myndin er í framleiðslu," segir Ólafur. Ólafur staðfestir að greiðslur til hans gætu hlaupið á tugum milljóna.
Innlent Menning Mest lesið „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Lífið Stjörnulífið: „Hann er pabbi minn“ Lífið Cosby Show-stjarna látin Lífið Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Lífið Ákváðu að vera um kyrrt á Englandi þegar Trump náði kjöri Lífið Stökk fjörutíu sinnum úr flugvél í Dubai Lífið Heimsfræg lesbía á leið til landsins Lífið „Fataskápurinn minn gerir ekki ráð fyrir sól“ Tíska og hönnun Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Lífið Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Lífið Fleiri fréttir Cosby Show-stjarna látin Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Heimsfræg lesbía á leið til landsins Stökk fjörutíu sinnum úr flugvél í Dubai Stjörnulífið: „Hann er pabbi minn“ „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Ákváðu að vera um kyrrt á Englandi þegar Trump náði kjöri Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Stór saga í litlum umbúðum: „Barnæskan mín er greypt í minnið“ Segir af sér eftir að Coldplay kom óvart upp um framhjáhaldið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Krakkatían: Barbie, forseti og flugstöð Charli xcx gifti sig „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Bragason leikur Zeldu prinsessu Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Ótrúleg upplifun að vera í algjöru myrkri á tónleikum Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Útilokar fimmta hjónabandið: „Ég held ég sé búinn með það“ Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Connie Francis er látin Sjá meira