Lífið

Demetra var gyðja uppskeru

Demetra nefnist ný verslun með kristal og handunnar glervörur á Skólavörðustíg 21a. Þar er Björg Blöndal hæstráðandi og það er líka hún sem á heiðurinn af mörgum munum sem til sölu eru. Björg er nefnilega glerkúnstner, nam handbragðið hjá Gler í gegn í Hafnarfirði. Einkum eru það myndir og fígúrur bæði á veggi og í glugga sem Björg hefur verið að búa til. Kristalinn kaupir hún hins vegar lengra að. Hann kemur frá Frakklandi og Slóveníu og þar er um margskonar hluti að ræða; glös, karöflur, vasa, skálar, bjöllur og kertastjaka svo nokkuð sé nefnt. En hvaðan skyldi hugmyndin að nafni búðarinnar vera komin? "Þetta er nafn úr grísku goðafræðinni. Demetra var gyðja jarðargróða og uppskeru," upplýsir Björg.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×