Íslenskt te úr arabískum katli 16. desember 2004 00:01 Auður Ólafsdóttir, rithöfundur og listfræðingur, kann vel við sig í eldhúsinu sínu, einkum á þessum árstíma þar sem Landakotskirkju ber við rökkurhimininn í öllu sínu veldi í gegnum gluggann. Það er einkum tvennt í eldhúsinu sem hún telur sérstök þarfaþing: "Það er annars vegar arabíski Aladdín teketillinn minn sem mér áskotnaðist þegar ég bjó í París. Hann er frá Marokkó og svona eins og maður sér í teiknimyndasögunum. Hins vegar er það gróskumikil rósmarínplanta sem vex í glugganum sem snýr út að Landakotskirkju en ég er með kórgluggann úr kirkjunni inn um gluggann hjá mér. Þessi planta var upphaflega lítill afleggjari sem dóttir mín kom með heim frá Frakklandi í vasanum og færði mér og nú er hún orðin svo stór að hún skyggir á kórgluggann á kirkjunni." Eldhúsþarfaþingin hennar Auðar eru bæði frá Frakklandi þar sem hún bjó í sjö ár. "Matargerð frá Norður-Afríku er mjög áberandi í París og maður komst ekki hjá því að hrífast með. Í svona katli er yfirleitt búið til sætt te úr myntulaufum en við notum hann aðallega til að búa til íslenskt grasate úr jurtum sem við tínum í sveitinni og þurrkum; blóðbergi, silfurmuru, gæsalaufum, vallhumli og maríustakki. Matur kemur mikið við sögu í skáldsögunni minni, Rigning í nóvember, og með bókinni fylgir uppskriftapési með fjörutíu og sjö mataruppskriftum og einni prjónauppskrift. Rósmarín kemur við sögu í skáldsögunni og einnig er mikið af tei í henni." Silfurte úr Rigningu í nóvember: Hellið kaldri mjólk í glas að einum þriðja og fyllið síðan upp með sjóðandi vatni að tveimur þriðju. Bragðbætið með hunangi. Drekkið eftir kvöldmat með barni sem komið er í náttfötin, áður en það burstar tennurnar. Ræðið atburði dagsins og skipuleggið saman morgundaginn yfir silfurteinu. Hús og heimili Mest lesið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi Lífið Kynntust í Keflavík og gista saman í villu í Kenýa Ferðalög Enginn í joggingbuxum í París Lífið Gefur endurkomu undir fótinn Lífið Fagnar gagnrýni á „rasshausa-ummæli“ sín Lífið Embla Wigum flytur aftur á Klakann Lífið Andri og Anne selja í Fossvogi Lífið Bak við tjöld Víkurinnar: Háskalegar aðstæður og hættulegur ferðamaður á hjara veraldar Bíó og sjónvarp „Hættið að senda mér gervigreindarmyndbönd af pabba“ Bíó og sjónvarp Silja Rós og Magnús eiga von á dreng Lífið Fleiri fréttir Dauðlangar í kynlífsdúkku en óttast álit annarra Fagnar gagnrýni á „rasshausa-ummæli“ sín Silja Rós og Magnús eiga von á dreng Andri og Anne selja í Fossvogi Ljúffeng gulrótarkaka í morgunmat „Þetta fólk myndi ekki rata í Víkina með Google Maps“ Fór á skeljarnar eftir siglingu um Miðjarðarhafið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi „Mikilvægt að íslenskt samfélag virði alla sem Íslendinga“ Gefur endurkomu undir fótinn Enginn í joggingbuxum í París Guðrún er með sólarsellurafmagn í sautján fermetra húsi sínu Embla Wigum flytur aftur á Klakann Helgi Ómars útskrifaður sem heilsumarkþjálfi Stelur af Sigga Bond: „Þá ætla ég að tala við Hannes Hólmstein“ „Finn ekki fyrir pressu“ Þórunn Elísabet og Jón selja í Vesturbænum Götulistamaðurinn Jójó látinn Hvernig er best að byggja upp traust? Þótti ekki viðeigandi að gefa fagaðilum gervitittlinga „Guð skapaði þig og hann gerir ekki mistök“ „Finnst við oft gleyma þeim sem geta ekki tjáð sig“ Dreymir um að finna fólkið sem gaf hana frá sér Krúttlegustu áheyrnarprufur ársins Kossaflens á klúbbnum Sjóðheitar skvísur í hvolpajóga brutu næstum Internetið Sárþjáður Eyfi sendur með sjúkrabíl og skellt í aðgerð „Hálfur áratugur með þér my love“ Herra stal hundi Sunnevu og tók með í Bannað að hlæja Enn veldur Britney áhyggjum Sjá meira
Auður Ólafsdóttir, rithöfundur og listfræðingur, kann vel við sig í eldhúsinu sínu, einkum á þessum árstíma þar sem Landakotskirkju ber við rökkurhimininn í öllu sínu veldi í gegnum gluggann. Það er einkum tvennt í eldhúsinu sem hún telur sérstök þarfaþing: "Það er annars vegar arabíski Aladdín teketillinn minn sem mér áskotnaðist þegar ég bjó í París. Hann er frá Marokkó og svona eins og maður sér í teiknimyndasögunum. Hins vegar er það gróskumikil rósmarínplanta sem vex í glugganum sem snýr út að Landakotskirkju en ég er með kórgluggann úr kirkjunni inn um gluggann hjá mér. Þessi planta var upphaflega lítill afleggjari sem dóttir mín kom með heim frá Frakklandi í vasanum og færði mér og nú er hún orðin svo stór að hún skyggir á kórgluggann á kirkjunni." Eldhúsþarfaþingin hennar Auðar eru bæði frá Frakklandi þar sem hún bjó í sjö ár. "Matargerð frá Norður-Afríku er mjög áberandi í París og maður komst ekki hjá því að hrífast með. Í svona katli er yfirleitt búið til sætt te úr myntulaufum en við notum hann aðallega til að búa til íslenskt grasate úr jurtum sem við tínum í sveitinni og þurrkum; blóðbergi, silfurmuru, gæsalaufum, vallhumli og maríustakki. Matur kemur mikið við sögu í skáldsögunni minni, Rigning í nóvember, og með bókinni fylgir uppskriftapési með fjörutíu og sjö mataruppskriftum og einni prjónauppskrift. Rósmarín kemur við sögu í skáldsögunni og einnig er mikið af tei í henni." Silfurte úr Rigningu í nóvember: Hellið kaldri mjólk í glas að einum þriðja og fyllið síðan upp með sjóðandi vatni að tveimur þriðju. Bragðbætið með hunangi. Drekkið eftir kvöldmat með barni sem komið er í náttfötin, áður en það burstar tennurnar. Ræðið atburði dagsins og skipuleggið saman morgundaginn yfir silfurteinu.
Hús og heimili Mest lesið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi Lífið Kynntust í Keflavík og gista saman í villu í Kenýa Ferðalög Enginn í joggingbuxum í París Lífið Gefur endurkomu undir fótinn Lífið Fagnar gagnrýni á „rasshausa-ummæli“ sín Lífið Embla Wigum flytur aftur á Klakann Lífið Andri og Anne selja í Fossvogi Lífið Bak við tjöld Víkurinnar: Háskalegar aðstæður og hættulegur ferðamaður á hjara veraldar Bíó og sjónvarp „Hættið að senda mér gervigreindarmyndbönd af pabba“ Bíó og sjónvarp Silja Rós og Magnús eiga von á dreng Lífið Fleiri fréttir Dauðlangar í kynlífsdúkku en óttast álit annarra Fagnar gagnrýni á „rasshausa-ummæli“ sín Silja Rós og Magnús eiga von á dreng Andri og Anne selja í Fossvogi Ljúffeng gulrótarkaka í morgunmat „Þetta fólk myndi ekki rata í Víkina með Google Maps“ Fór á skeljarnar eftir siglingu um Miðjarðarhafið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi „Mikilvægt að íslenskt samfélag virði alla sem Íslendinga“ Gefur endurkomu undir fótinn Enginn í joggingbuxum í París Guðrún er með sólarsellurafmagn í sautján fermetra húsi sínu Embla Wigum flytur aftur á Klakann Helgi Ómars útskrifaður sem heilsumarkþjálfi Stelur af Sigga Bond: „Þá ætla ég að tala við Hannes Hólmstein“ „Finn ekki fyrir pressu“ Þórunn Elísabet og Jón selja í Vesturbænum Götulistamaðurinn Jójó látinn Hvernig er best að byggja upp traust? Þótti ekki viðeigandi að gefa fagaðilum gervitittlinga „Guð skapaði þig og hann gerir ekki mistök“ „Finnst við oft gleyma þeim sem geta ekki tjáð sig“ Dreymir um að finna fólkið sem gaf hana frá sér Krúttlegustu áheyrnarprufur ársins Kossaflens á klúbbnum Sjóðheitar skvísur í hvolpajóga brutu næstum Internetið Sárþjáður Eyfi sendur með sjúkrabíl og skellt í aðgerð „Hálfur áratugur með þér my love“ Herra stal hundi Sunnevu og tók með í Bannað að hlæja Enn veldur Britney áhyggjum Sjá meira
Bak við tjöld Víkurinnar: Háskalegar aðstæður og hættulegur ferðamaður á hjara veraldar Bíó og sjónvarp
Bak við tjöld Víkurinnar: Háskalegar aðstæður og hættulegur ferðamaður á hjara veraldar Bíó og sjónvarp