Lífið

Birna Anna býður í heimsókn

"Uppáhaldsstaðurinn í húsinu er lítið skot við hornglugga í eldhúsinu. Ég skrifaði bókina mína þarna og því má segja að þetta horn sé vinnustaðurinn minn en svo finnst mér líka bara gott að vera þarna, lesa og dunda mér í tölvunni. Þar af leiðandi eyði ég talsvert miklum tíma þarna á hverjum degi," segir Birna Anna Björnsdóttir, einn af höfundum metsölubókarinnar Dís og svo einnar af athyglisverðustu jólabókum ársins Klisjukennda." "Ég flutti í þetta hús fyrir rúmu ári síðan og eyddi svo stórum hluta undanfarins árs í að skrifa bókina mína Klisjukenndir í þessu notalega horni við gluggann. Reyndar er glugginn ástæða þess að ég get notað þetta sem vinnsvæði en mér finnst alveg nauðsynlegt að geta horft út á götu þegar ég er að vinna. Ég hef líka eytt löngum stundum við að horfa út um hann enda finnst mér frábært að geta litið út í leit af hugmyndum. Ef ég þarf svo eitthvað aðeins meira til að koma mér í gang þá skrepp ég í göngutúr. Það er frábært að þurfa fara svona stutt til að vera kominn niður í bæ, rölta smá um og fá sér kaffi, alveg kjörin leið til að rjúfa einveruna þegar á þarf að halda," segir Birna og brosir. Lestu ítarlegra viðtal við Birnu Önnu í tímaritinu Magasín sem fylgir DV í dag.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×