Fleiri fréttir

Flugeldasýning á White Hart Lane

Tveir leikir fóru fram í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í kvöld. Tottenham og Chelsea áttust við í ótrúlegum leik á White Hart Lane og Cristiano Ronaldo hélt áfram að skora fyrir Manchester United þegar liðið lagði Bolton heima.

Ronaldo toppaði Best - Ferguson ánægður

Sir Alex Ferguson hrósaði Cristiano Ronaldo enn eina ferðina í kvöld eftir að sá portúgalski skoraði 33. markið sitt á leiktíðinni og sló met George Best yfir flest mörk skoruð af vængmanni á leiktíð.

Ísferð Hleb veldur misskilningi

Arsene Wenger er afar ósáttur við að Alexander Hleb og umboðsmaður hans hafi yfirgefið hótel félagsins í Mílanó á dögunum.

Ronaldo kominn með tvö í hálfleik

Tveir leikir standa yfir í ensku úvalsdeildinni í knattspyrnu og hafa fimm mörk litið dagsins ljós í fyrri hálfleiknum. Cristiano Ronaldo hefur skorað bæði mörk Manchester United sem hefur yfir 2-0 gegn Bolton á Old Trafford.

Pressa á Agbonlahor

Martin O'Neill, knattspyrnustjóri Aston Villa, segist ekki hafa neinar áhyggjur af markaþurrð Gabriel Agbonlahor. Þessi sóknarmaður liðsins hefur ekki skorað síðan í sigurleik gegn Wigan 29. desember í fyrra.

Englendingar með átak í grasrótarstarfi

Enska knattspyrnusambandið hefur kynnt átak í grasrótarstarfi í landinu. Gerð hefur verið fimm ára áætlun og á að eyða yfir 200 milljónum punda í að efla fótbolta enskra krakka.

Johann Vogel til Blackburn

Blackburn Rovers hefur keypt svissneska landsliðsmanninn Johann Vogel. Þessi 31. árs miðjumaður var leystur undan samningi sínum við spænska liðið Real Betis í desember síðastliðnum og hefur verið til reynslu hjá Blackburn.

Bannið hjá Taylor ekki lengt

Enska knattspyrnusambandið ætlar ekki að láta undan þrýstingi frá FIFA um að lengja bann Martin Taylor hjá Birmingham. Tæklingin hjá Taylor varð til þess að Eduardo hjá Arsenal fótbrotnaði mjög illa eins og frægt er.

Keane gæti fengið nítján milljóna sekt

Ekki er útilokað að Robbie Keane verði sektaður um tveggja vikna laun, tæpar nítján milljónir króna, fyrir brjálæðiskast sitt í Manchester um helgina.

Martins sáttur við Keegan

Obafemi Martins segir að það séu engin ósætti milli hans og Kevin Keegan, knattspyrnustjóra Newcastle.

Given undir hnífinn

Shay Given, markvörður Newcastle, verður frá næstu sex vikurnar að minnsta kosti þar sem hann mun gangast undir aðgerð vegna nárameiðsla í dag.

Mido fer í þriggja leikja bann

Egyptinn Mido mun taka út þriggja leikja bann eftir að hann fékk að líta rauða spjaldið í leik gegn Arsenal.

Jafnt hjá Birmingham og Newcastle

Birmingham og Newcastle gerðu 1-1 jafntefli í botnbaráttuslag í ensku úrvalsdeildinni í kvöld. James McFadden kom Birmingham yfir en Michael Owen jafnaði fyrir Newcastle.

Savage efaðist um getu sína

Robbie Savage, miðjumaður Derby County, viðurkennir að hafa verið byrjaður að efast um eigin getu. Savage hefur ollið miklum vonbrigðum síðan hann kom til Derby en sýndi loksins sínar réttu hliðar í 1-0 tapinu gegn Manchester United.

Kemst Steele ekki á Wembley?

Bikarhetjan og markvörðurinn Luke Steele hjá Barnsley gæti misst af tækifærinu að spila á Wembley þar sem félagið hefur ekki náð samningi um að halda honum. Steele er á lánssamningi frá West Brom.

Hlusta ekki á pabba og kærustur

Roy Keane, stjóri Sunderland, valdi ekki fjóra fastamenn í leik Sunderland gegn Chelsea um helgina vegna ódugnaðar á æfingum.

Beckham er ánægður í Los Angeles

David Beckham segist ekkert til í þeim orðrómum að hann sé óánægður með lífið í Los Angeles og að hann vilji flytja aftur til Englands.

Ramos er sáttur við reiði Keane

Juande Ramos stjóri Tottenham sagði sína menn hafa verið barnalega þegar þeir glutruðu niður forskoti sínu og færðu Manchester City fyrsta heimasigur sinn á árinu í dag.

Jaaskelainen úr leik hjá Bolton

Enska úrvalsdeildarliðið Bolton hefur orðið fyrir miklu áfalli eftir að ljóst varð að finnski markvörðurinn Jussi Jaaskelainen muni ekki spila meira með liðinu á leiktíðinni vegna bakmeiðsla.

Mættu bara klár í vinnuna á mánudaginn

Hinn ungi Freddie Sears hjá West Ham átti sannkallaða draumabyrjun um helgina þegar hann skoraði sigurmark liðsins í 2-1 sigri á Blackburn sem batt enda á hörmulega taphrinu liðsins.

Nani tekur til starfa hjá West Ham í sumar

Björgólfur Guðmundsson og félagar hjá West Ham hafa gengið frá ráðningu yfirmanns knattspyrnumála hjá félaginu. Sá er ítalskur og heitir Gianluca Nani. Hann starfar hjá Brecia en fær sig lausan þaðan til að hefja störf hjá Íslendingaliðinu í júní.

Fyrsti heimasigur City á árinu

Manchester City tryggði sér í dag fyrsta sigur sinn á heimavelli síðan um miðjan desember þegar liðið lagði vankaða deildarbikarmeistara Tottenham 2-1.

Dýrt tap hjá Bolton

Grétar Rafn Steinsson og félagar í Bolton misstu í dag af góðu tækifæri til að lyfta sér af fallsvæðinu í ensku úrvalsdeildinni þegar þeir töpuðu 1-0 fyrir Wigan á útivelli. Wigan spilaði með 10 menn lengst af í leiknum en það var Emile Heskey sem skoraði markið sem réði úrslitum.

Dýrmætur sigur hjá Fulham

Fulham heldur enn í veika von um að bjarga sér frá falli úr ensku úrvalsdeildinni eftir frækinn 1-0 sigur á Everton í dag. Everton tapaði af sama skapi dýrmætum stigum í baráttunni um Meistaradeildarsætið.

Fabregas er Taylor enn reiður

Miðjumaðurinn Cesc Fabregas hjá Arsenal er enn reiður út í Martin Taylor hjá Birmingham eftir að tækling hans kostaði Eduardo leiktíðina á dögunum.

Forlan ekki búinn að loka á England

Framherjinn Diego Forlan hjá Atletico Madrid segist alls ekki útiloka að spila aftur í ensku úrvalsdeildinni í framtíðinni. Hann náði sér reyndar aldrei á strik þegar hann lék með Manchester United fyrir nokkrum árum, en hefur skorað grimmt á Spáni fyrir Villarreal og Atletico.

Allardyce vill að Keegan fái meiri tíma

Sam Allardyce segist ekki vera bitur lengur eftir að hann var rekinn frá Newcastle í vetur og vill að forráðamenn félagsins veiti Kevin Keegan lengri tíma en hann fékk sjálfur til að byggja liðið upp.

Níu breytingar á liði Bolton

Grétar Rafn Steinsson kemur aftur inn í byrjunarlið Bolton fyrir mikilvægan botnbaráttuleik þess gegn Wigan á útivelli sem hefst nú klukkan 15. Gary Megson gerir níu breytingar á hóp sínum frá því í Evrópukeppninni í vikunni, en Heiðar Helguson er ekki í hópnum að þessu sinni.

Ronaldo er að leika sér að úrvalsdeildinni

Walesverjinn Robert Earnshaw hjá Derby segist vera mikill aðdáandi Cristiano Ronaldo hjá Manchester United, en Portúgalinn skoraði sigurmarkið í viðureign liðanna í úrvalsdeildinni í gær.

Terry eða Ferdinand sem fyrirliði

Steven Gerrard er þriðji kostur landsliðsþjálfarans Fabio Capello til að taka við fyrirliðabandinu hjá enska landsliðinu ef marka má heimildir breska blaðsins News of the World.

Gillett hefur fengið morðhótanir

George Gillett, annar eigandi Liverpool, hefur fengið tölvupósta frá reiðum stuðningsmönnum þar sem honum er hótað lífláti ef hann láti verða af því að selja félaga sínum Tom Hicks eitthvað af helmingshlut sínum í félaginu.

Benitez var til staðar fyrir mig

Hollenski framherjinn Dirk Kuyt hjá Liverpool segir Rafa Benitez vera besta stjóra sem hann hafi starfað með á ferlinum og segir hann hafa reynst sér vel á erfiðu tímabili í lífi sínu.

Eriksson á höttunum eftir Owen?

Breska blaðið News of the World heldur því fram í dag að Sven-Göran Eriksson, stjóri Manchester City, hafi hug á því að næla í Michael Owen og fleiri sterka leikmenn í sumar.

Ferguson hrósaði Ronaldo

Sir Alex Ferguson fór fögrum orðum um Cristiano Ronaldo í dag eftir að sá portúgalski tryggði Manchester United sigur á Derby í baráttuleik á útivelli.

Fjórða jafnteflið í röð hjá Arsenal

Arsenal slapp með skrekkinn á heimavelli sínum Emirates í dag þegar það náði aðeins 1-1 jafntefli gegn Middlesbrough í lokaleik dagsins í ensku úrvalsdeildinni.

Ronaldo tryggði United öll stigin

Cristiano Ronaldo var enn og aftur hetja Manchester United í dag þegar liðið vann nauman 1-0 sigur á botnliði Derby á útivelli í ensku úrvalsdeildinni. Fernando Torres hélt uppteknum hætti og skoraði sitt 20. mark í deildinni þegar hann tryggði Liverpool sigur á Reading.

Jafnt í hálfleik á Anfield

Nú er kominn hálfleikur í viðureignunum fimm sem standa yfir í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu. Staðan í leik Liverpool og Reading er jöfn 1-1.

Sjá næstu 50 fréttir