Enski boltinn

Forlan ekki búinn að loka á England

Forlan skoraði grimmt fyrir Villarreal á sínum tíma
Forlan skoraði grimmt fyrir Villarreal á sínum tíma NordcPhotos/GettyImages

Framherjinn Diego Forlan hjá Atletico Madrid segist alls ekki útiloka að spila aftur í ensku úrvalsdeildinni í framtíðinni. Hann náði sér reyndar aldrei á strik þegar hann lék með Manchester United fyrir nokkrum árum, en hefur skorað grimmt á Spáni fyrir Villarreal og Atletico.

"Ég fékk aldrei fullt tækifæri til að sanna mig á Englandi og ef mér gæfist tækifæri til að fara þangað aftur, mundi ég hugsa mig vel um. Mér fannst gaman að spila þar og búa þar - svo ég útiloka ekkert í þeim efnum," sagði Forlan, sem í vikunni var orðaður við Aston Villa og Tottenham.

Hann skoraði aðeins 10 mörk fyrir Manchester United þar sem hann var 23 sinnum í byrjunarliði og kom 40 sinnum inn sem varamaður.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×