Enski boltinn

Eriksson á höttunum eftir Owen?

NordcPhotos/GettyImages

Breska blaðið News of the World heldur því fram í dag að Sven-Göran Eriksson, stjóri Manchester City, hafi hug á því að næla í Michael Owen og fleiri sterka leikmenn í sumar.

Hann hefur lýst því yfir að hann vilji vera áfram hjá Newcastle, en lítið miðar í samningaviðræðum um framlengingu á veru hans hjá félaginu þar sem hann á 18 mánuði eftir. Blaðið segir að Owen verði falur fyrir allt að helming þeirrar upphæðar sem hann kostaði norðanmenn á sínum tíma.

Bresku blöðin greindu frá því í gær að Sven-Göran ætti eftir að fá væna summu til að versla sér leikmenn næsta sumar og fregnir herma að eigandinn Shinawatra verði tilbúinn að losa einar 60 milljónir punda úr pyngju sinni þegar hans mál verða komin á hreint í heimalandi hans.

Þá segir News of the World einnig að Sven sé á höttunum eftir Brasilíska miðjumanninum Diego hjá Werder Bremen. Hinn 23 ára gamli leikmaður hefur einnig verið orðaður við Chelsea og á væntanlega eftir að kosta ansi vænar fúlgur ef hann fer frá þýska félaginu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×