Enski boltinn

Ronaldo er að leika sér að úrvalsdeildinni

NordcPhotos/GettyImages

Walesverjinn Robert Earnshaw hjá Derby segist vera mikill aðdáandi Cristiano Ronaldo hjá Manchester United, en Portúgalinn skoraði sigurmarkið í viðureign liðanna í úrvalsdeildinni í gær.

Earnshaw er ekki í nokkrum vafa um að Ronaldo sé einn sá besti í heiminum í dag.

"Leikurinn í gær var einvígi milli Ronaldo og Roy Carroll og Roy hafði betur alveg þangað til Ronaldo skoraði. Það er ekki hægt annað en að dást að Ronaldo - í það minnsta þangað til maður spilar á móti honum. Þá vonar maður bara að hann eigi ekki góðan dag og reynir að gera honum erfitt fyrir, en það er erfitt því hann er einn af þremur bestu knattspyrnumönnum heims. Sjáið bara hvað hann hefur verið öflugur í úrvalsdeildinni undanfarið. Hann hefur nánast leikið sér að andstæðingum sínum," sagði Earnshaw.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×