Enski boltinn

Jaaskelainen úr leik hjá Bolton

NordcPhotos/GettyImages

Enska úrvalsdeildarliðið Bolton hefur orðið fyrir miklu áfalli eftir að ljóst varð að finnski markvörðurinn Jussi Jaaskelainen muni ekki spila meira með liðinu á leiktíðinni vegna bakmeiðsla.

Jaaskelainen hefur misst af síðustu tveimur leikjum sinna manna sem eru í bullandi fallbaráttu. Gary Megson knattspyrnustjóri staðfesti tíðindin í kvöld.

"Hann þarf sex vikur til að jafna sig af þessum meiðslum og hann þarf líklega að fara í aðgerð. Hvort sem verður - er tímabilið búið hjá honum," sagði Megson.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×