Enski boltinn

Pressa á Agbonlahor

Elvar Geir Magnússon skrifar
Markaþurrð hjá Agbonlahor.
Markaþurrð hjá Agbonlahor.

Martin O'Neill, knattspyrnustjóri Aston Villa, segist ekki hafa neinar áhyggjur af markaþurrð Gabriel Agbonlahor. Þessi sóknarmaður liðsins hefur ekki skorað síðan í sigurleik gegn Wigan 29. desember í fyrra.

Agbonlahor hefur nú leikið tíu leiki í röð án þess að skora en O'Neill segist viss um að leikmaðurinn fari að finna netmöskvana.

„Gabby er síðasti leikmaðurinn í heiminum sem ég færi að gagnrýna. Fyrir stuttu átti hann afbragðs leik gegn Arsenal. Það er samt alltaf pressa á sóknarmenn að skora og honum hefur gengið illa að skila mörkum að undanförnu," segir O'Neill.

„Ég hef þó engar áhyggjur því hann er að skila mörgu öðru í okkar leik en að skora mörk. Hann mun byrja að skora aftur bráðlega. Þetta er eitt af því sem ég hef hvað minnstar áhyggjur af í augnablikinu."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×