Enski boltinn

Beckham er ánægður í Los Angeles

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
David Beckham, leikmaður LA Galaxy.
David Beckham, leikmaður LA Galaxy. Nordic Photos / Getty Images

David Beckham segist ekkert til í þeim orðrómum að hann sé óánægður með lífið í Los Angeles og að hann vilji flytja aftur til Englands.

„Enn strákanna í liðinu sendi mér sms-skilaboð þar sem hann spurði mig út í þetta. En það er ekkert til í þessu. Ég hef alltaf sagt að við séum ánægð hér og hér hafa allir tekið okkur vel."

„Ekki bara í fótboltanum heldur er fjölskyldulífið mjög gott hér. Börnin eru ánægð í skólanum og Victoria er ánægð með lífið í LA. Nei, ég er ekki að fara neitt."

Beckham hefur undanfarnar vikur æft með félagi sínu, LA Galaxy, enda hefst tímabilið í Bandaríkjunum í lok mánaðarins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×