Enski boltinn

Keegan: Owen gæti bjargað okkur frá falli

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Michael Owen fagnar marki sínu í gær.
Michael Owen fagnar marki sínu í gær. Nordic Photos / Getty Images

Kevin Keegan, stjóri Newcastle, telur að Michael Owen gæti bjargað Newcastle frá falli úr ensku úrvalsdeildinni í vor.

Owen bjargaði stigi fyrir Newcastle í gær er hann skoraði jöfnunarmarkið í 1-1 jafnteflisleik gegn Birmingham.

„Margir hafa efast um hann því hann er stórt nafn í þessum bransa. En hann hættir ekkert að skora ef hann heldur áfram að fá tækifærin. Ég er afar ánægður með að vera með leikmann eins og Michael hjá félaginu. Leiðtogahæfileikar hans og vinnusemi eru til fyrirmyndar."

Newcastle hefur nú leikið þrettán leiki í röð án sigurs og eru fjórum stigum frá fallsæti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×