Enski boltinn

Hlusta ekki á pabba og kærustur

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Roy Keane, stjóri Sunderland.
Roy Keane, stjóri Sunderland. Nordic Photos / Getty Images
Roy Keane, stjóri Sunderland, valdi ekki fjóra fastamenn í leik Sunderland gegn Chelsea um helgina vegna ódugnaðar á æfingum.

Þeir Kieran Richardson, Danny Higginbotham, Daryl Murphy og Michael Chopra voru ekki í leikmannahópi Sunderland en Keane sagði að það hefði ekki verið vegna agabrots.

„Ég vel byggi val mitt á því sem ég sé sjálfur. Ekki á því sem ég heyri frá fólki eða umboðsmönnum eða pöbbum eða kærustum."

„Ég dæmi leikmenn eftir því hvernig þeir eru á æfingum. Hvort þeir hafi vilja til að standa sig vel og bæta sig."

„Þeir mæta aftur á æfingu eftir helgina og verða kannski með um næstu helgi."



Fleiri fréttir

Sjá meira


×