Enski boltinn

Jafnt hjá Birmingham og Newcastle

Elvar Geir Magnússon skrifar
Michael Owen og Mark Viduka.
Michael Owen og Mark Viduka.

Birmingham og Newcastle gerðu 1-1 jafntefli í botnbaráttuslag í ensku úrvalsdeildinni í kvöld. James McFadden kom Birmingham yfir en Michael Owen jafnaði fyrir Newcastle.

Newcastle byrjaði leikinn illa en liðið var mun betri aðilinn í seinni hálfleiknum.

Birmingham er með 27 stig í sextánda sæti deildarinnar, tveimur stigum fyrir ofan fallsæti. Newcastle er í 14. sæti með 29 stig.

Newcastle hefur ekki unnið leik síðan 15. desember og er enn án sigurs undir stjórn Kevin Keegan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×