Enski boltinn

Ramos er sáttur við reiði Keane

Robbie Keane brást hinn versti við þegar honum var skipt af velli í dag
Robbie Keane brást hinn versti við þegar honum var skipt af velli í dag NordcPhotos/GettyImages

Juande Ramos stjóri Tottenham sagði sína menn hafa verið barnalega þegar þeir glutruðu niður forskoti sínu og færðu Manchester City fyrsta heimasigur sinn á árinu í dag.

Robbie Keane kom Tottenham yfir í fyrri hálfleik en þeir Stephen Ireland og Nedum Onuoha tryggðu City sigurinn með tveimur mörkum seint í leiknum.

"Við réðum ferðinni í leiknum en það er eins og menn hafi bara ákveðið að þetta hafi verið búið þegar þeir skoruðu," sagði Ramos.

Sumir vildu meina að Ireland hafi verið rangstæður þegar hann skoraði jöfnunarmark City og Tottenham fékk dæmt af sér mark undir lokin vegna rangstöðu.

Aðstoðarstjórinn Gus Poyet kennir dómaranum hinsvegar alls ekki um tapið og segir leikmenn sína geta kennt sjálfum sér um hvernig fór.

Athygli vakti að Robbie Keane brást hinn versti við þegar honum var skipt af velli í síðari hálfleiknum, en Juande Ramos ákvað að líta jákvætt á uppákomuna.

"Við munum fara yfir þetta mál en ég á ekki von á því að mikið verði úr því. Þetta sýndi bara svart á hvítu hvað hann þráir að spila hverja mínútu. Það er skapgerð sem ég kann að meta og svona menn viljum við hafa hj´ða félaginu. Auðvitað verða menn reiðir þegar þeim er skipt af velli, en við verðum að skipta mínútunum eitthvað á milli manna," sagði Ramos.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×